fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það hafa verið mikið áfall þegar upp komst um svik Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar í Klaustursmálinu svokallaða. Þetta sagði Inga í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, spurð út í Klaustursmálið stóra, sem skók samfélagið seint á síðasta ári og leiddi til þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þáverandi þingmenn Flokks fólksins, voru reknir úr flokknum.

„Að sitja undir slíkri og þvílíkri orðræðu og fer fram á Klausturbar það er eitt, ég hef sett þetta í tvennt. Það er hið siðferðilega alranga sem þar fór fram, óafsakanlega sem setti samfélagið okkar algjörlega á hliðina annars vegar og svo hið pólitíska sem lítur beint að flokki fólksins og samskiptum við þessa menn sem í rauninni ganga að krásum prýddu borði í boði Flokk fólksins, sem er búinn að vinna í rauninni alla forvinnu, og ganga inn á þing í okkar umboði en sitja svo þarna [Á Klausturbar] með pólitískum andstæðingum, allri stjórn Miðflokksins. Þetta var mjög erfitt.“

Inga segir að málið hafi komið henni í opna skjöldu.

„Þetta var svakalega erfitt og mikið högg. Þetta var eitt af þessum áföllum sem koma manni í rauninni í opna skjöldu. Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur.“

Eftir að Klaustursmálið kom upp var enginn grunnur lengur fyrir áframhaldandi veru Karls og Ólafar í flokknum.

„Allur trúnaður er farinn. Við vitum að það er verið að svíkja okkur. Við getum ekki unnið í þingflokki þar sem þú veist að helmingurinn af honum er í undirferli með öðrum stjórnmálaflokki. Þetta er ekki heilt það segir sig sjálft.“

Eins og flestir vita þá sitja Karl Gauti og Ólafur enn á þingi, nú sem þingmenn utan þingflokka. Því missti Flokkur fólksins í tvö sæti á þingi í kjölfar Klaustursmálsins. Ekki nóg með það heldur þarf Inga enn að starfa með þeim á Alþingi. Samband milli Ingu og fyrrum þingmanna flokks hennar er þannig í dag að þau bjóða hvert öðru ekki einu sinni góðan daginn.

„Ég held að flestum þyki óþægilegt hvað vinnustaðurinn er lítill, að þurfa í rauninni að vera að horfa á þá einstaklinga sem hafa virkilega svikið og komið illa fram við þig og sýnt aðra eins framkomu og lítilsvirðingu. Og það á við líka alla samstarfsmennina sem voru teknir í bakaríið þarna með ljótu orðfæri.“

„Við erum að tala um verndun á vinnustað og réttindi. Hver er okkar réttur að vera á vinnustaðnum án þess að líða illa. Það er bara ekki þarna. Þetta eru kjörnir fulltrúar og þetta er þeirra siðferði.  Þeir eru bara ákveðnir í að bjóða okkur upp á þetta, þeim virðist vera alveg sama. Eins og með flokk fólksins þessir einstaklingar hefðu hæglega geta stigið til hliðar og gefið næstu tveimur einstaklingum færi á að stíga inn. Svo við færum full skipuð eftir sem áður. En hugsjónin fyrir að útrýma fátækt á íslandi og slíkt hefur ekki náð lengra en þetta.“

„Ljóst að ef þessir einstaklinga reru að ganga yfir í Miðflokkinn, sem að flestir telja nú allmiklar líkur á. Þá vita það náttúrulega allir sem vilja vita þá er ekki einasti kjósandi sem setti x við F sem var að fara kjósa auðkýfinginn Sigmund Davið Gunnlaugsson, enginn. Svo það er verið að svíkja kjósendur okkar líka. Það er verið að stela atkvæðum okkar með þessu.“

 

Sjá einnig: 

„Annaðhvort bugast maður eða rís upp“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2