fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Vilhjálmur segir af og frá að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 07:45

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkalýðsfélag Akraness, VR, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hagsmunir þessara félaga eru hins vegar of ólíkir til að þau geti klárað viðræðurnar í samfloti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir heimildamönnum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir þetta algjörlega af og frá. Hann segir félögin mjög samhent og þau standi og falli með vinnunni í þessum viðræðum.

Fréttablaðið segir að Verkalýðsfélag Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en Efling þurfi að semja um kjör hinna lægst launuðu. Verkalýðsfélag Grindavíkur er sagt vera á svipuðum nótum og Efling í þessum efnum.

Fréttablaðið hefur eftir Vilhjálmi að fundur forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geti haft úrslitaáhrif á hvort kjarasamningar nást en félögin fjögur funda næst með Samtökum atvinnulífsins á fimmtudaginn. Verkalýðsfélögin bíða nú eftir útspili stjórnvalda um skattkerfisbreytingar.

Fréttablaðið segir að tillögur um skattkerfisbreytingar geti haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra og því geti afstaða félagsmanna þeirra til verkfalla verið mismunandi. Blaðið segir að heimildir þess hermi að ólíklegt sé að félagsmenn í VR samþykki að boða til verkfalls. Formaður þess eigi ekki annan kost en að ná samningum þar sem líta megi svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið