fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Reykjavíkurborg skaffar ódýrt leiguhúsnæði – Í París

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 15:28

Kjarvalsstofa er þarna til húsa. Mynd-Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarvalsstofa er nafn á 40 fermetra stúdíóíbúð/vinnustofu í hjarta Parísar sem landsmenn geta sótt um að fá leigða í tvo mánuði fyrir um 152 þúsund krónur, eða 76 þúsund krónur á mánuði.

Íbúðin er auglýst til útleigu á vef Reykjavíkurborgar og er hún sögð ætluð til dvalar fyrir listamenn. Hægt er að fá íbúðina/vinnustofuna leigða á tímabilinu 2. ágúst 2019 til 27. júlí 2020.

Íbúðin er hluti af alþjóðlegu listamannamiðstöðinni Cité des Arts, sem staðsett er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Er íbúðin í umsjá Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins en opið er fyrir umsóknir til 15. mars.

Skila þarf inn greinargerð til stjórnar Kjarvalsstofu þar sem fram kemur lýsing á unnu verkefni og afrakstri dvalarinnar.

Kærkomið tækifæri

París þykir með dýrari borgum heims og er leigan á íbúðinni því ansi hófleg, ekki síst ef hún er borin saman við leiguverð í Reykjavík, sem er með hæsta móti og vandséð að hægt sé að fá heila 40 fermetra fyrir 76 þúsund á mánuði eins og staðan hefur verið undanfarin ár.

Fyrir 75 þúsund krónur á mánuði má til dæmis fá átta fermetra herbergi í Hlíðunum, þannig að listamennirnir sem veljast til Kjarvalsstofu ættu að eiga fyrir café au lait bolla og froskalöppum einnig.

Í því ljósi er vert að minnast þess að um þessar mundir standa margar glænýjar lúxusíbúðir tómar í miðbænum, sem seljast ekki þrátt fyrir að þær séu komnar á verð sem er undirbyggingarkostnaði.

Á meðan er fasteigna- og leigumarkaðurinn í algerum hnút vegna lítils framboðs af litlum og ódýrum íbúðum.

Sjá nánarVigdís um lúxus-landkynninguna:„Væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt“

Sjá nánar: Leiguverð hækkaði meira en íbúðaverð

Sjá nánarLeiguverð hækkar á sama tíma og íbúðaverð lækkar

Sjá nánarLeiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“