fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 17:30

Tekið af FB síðu Vakanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebooksíðu Vakanda, samtaka sem vilja auka vitundarvakningu um matvælasóun, er birt mynd þann 14 febrúar af ávöxtum og grænmeti í kílóavís sem ekkert virðist ama að, en samt hefur þeim verið fleygt í ruslið.

Bent er á í athugasemdarkerfinu að um sé að ræða ruslagám Krónunnar í Vík í Mýrdal og virðist þetta hitta Einar Bárðarson athafnamann sérlega illa fyrir sem kvartar undan verkjum fyrir brjósti:

„Þetta stingur í hjartað“

Viðbrögð annarra eru svipuð, en margir tjá reiði sína vegna sóunarinnar og hyggjast sniðganga verslanir Krónunnar.

Verkferlar brotnir

Krónan bregst hinsvegar strax við myndinni og biðst afsökunar, augljóst sé að þarna hafi verkferlar verið brotnir:

„Við hjá Krónunni erum með umhverfismálin í forgangi hjá okkur og þessi vinnubrögð eru þvert á það verklag sem við höfum sett okkur. Við munum fara yfir verkferla með öllu starfsfólki verslunarinnar á Vík strax á morgun til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Við biðjumst afsökunar á þessu og ætlum að læra af mistökunum.“

Einar Bárðarson hrósar Krónunni fyrir viðbrögð sín og virðist hitta naglann á höfuðið þegar hann segir almenning hræðast vörur sem nálgist síðasta söludag:

„Vel vaktað og vel svarað stjórnendur Krónunnar. Hér á þessari síðu eru vakandi og vel upplýstir neytendur. En ég held hinsvegar að ennþá sé fólk feimið og hrætt við að versla vörur sem eru merktar með stutt í „síðasta söludag“. Við þurfum að vera virk í efla samborgara okkar í því og leita leiða til að minnka sóun sem samfélag. Áfram Ísland.“

Þess má geta að þó svo vörur séu komnar fram yfir síðasta söludag, eða jafnvel yfir „best fyrir“ dagsetningu, þýðir það ekki að þær séu með öllu óætar eða skemmdar.

Eru landsmenn hvattir til þess að hætta slíkum pempíuskap hið allra fyrst, því talið er að þriðjungur allrar matvælaframleiðslu heimsins fari til spillis, eða um 1,3 milljónir tonna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda