fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Lilja Alfreðsdóttir hafnar fréttum um að hún sé að gerast Seðlabankastjóri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 11:58

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefmiðlinum Miðjunni birtist í morgun frétt þess efnis að Már Guðmundsson muni láta af störfum sem bankastjóri Seðlabankans á þessu ári og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, muni taka við starfinu. Lilja er hagfræðingur að mennt og starfaði áður í Seðlabankanum og hjá Alþjóðagaldeyrissjóðnum.

Í viðtali í Silfrinu hafnar Lilja þessum fréttum. Hún segist sitja í einu mikilvægasta embætti þjóðarinnar, sem mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem hún sé að fást við gríðarlega spennandi verkefni og hún ætli að sitja í því embætti út kjörtímabilið.

Í viðtalinu var Lilja einnig spurð út í fjölmiðlafrumvarpið nýja sem nú liggur fyrir Alþingi og gerir ráð fyrir fjárstuðningi hins opinbera við einkarekna fjölmiðla. Lilja segir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hafi mjög versnað vegna tækniþróunar. Með frumvarpinu sé þessi vandi viðurkenndur og reynt að ná utan um hann að einhverju leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“