fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Hannes skilur ekki hvernig Þorsteinn Pálsson getur verið í Viðreisn: Birtir mynd af honum með Ronald Reagan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur áfram að gagnrýna Viðreisn harkalega eftir að ungliðahreyfing flokksins tók þátt í mótmælafundi í tilefni heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkanna, Mike Pompeo, hingað til lands í síðustu viku og fundar hans með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra Íslands.

Hannes spyr hvernig Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, geti verið liðsmaður Viðreisnar í dag. Hannes skrifar á Facebook-síðu sína:

„Mér er það minnis stætt, þegar ég sat með þeim Þorsteini Pálssyni og fylgdarliði hans í gistiíbúð þeirra í Washington-borg í ágúst 1988, kvöldið áður en þau hittu Reagan Bandaríkjaforseta að máli. Við spjölluðum þá margt saman. Þorsteinn var þá eindreginn fylgismaður samstarfs við Bandaríkin, sem hefur verið okkur heilladrjúgt. Á „bandarísku öldinni“ í sögu Íslands, 1941–2006, gátum við stækkað Ísland stórkostlega með því að færa út fiskveiðilögsöguna, og þá héldu Bandaríkjamenn Bretum í skefjum. Við erum fámenn þjóð og þurfum traustan bakhjarl, sé þess kostur. Hefur Þorsteinn skipt um skoðun frá því í ágúst 1988? Ef svo er ekki, hvernig getur hann þá verið í Viðreisn, sem efnir til vandræðalegra (og fámennra) óspekta, þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur hingað og sýnir okkur vináttuvott? Ráðherrann bandaríski segir, að við höfum verið vanrækt (sem er alveg rétt, eins og tómlæti Bandaríkjamanna í erfiðleikum okkar 2008 sýndi, þótt það væri að vísu líkn með þraut, að við urðum að bjarga okkur sjálf). Ætlar Þorsteinn að slá á útrétta sáttahönd með því að halda áfram í Viðreisn?“

Hannes birtir þessa mynd af umræddum fundi með Ronald Reagan

Af þessu spretta líflegar umræður. Karl Th. Birgisson, ritstjóri vefritsins Herðubreiðar, andmælir Hannesi:

„Þarftu alltaf að vera svona einfaldur, Hannes? Þetta er réttmæt spurning, því að þú átt að heita fræðimaður. Að mótmæla tiltekinni stefnu ríkisstjórnar í tilteknu máli er ekki að mótmæla Bandaríkjunum eða amast við samskiptum við þau. (Og hver er annars að rétta Þorsteini Pálssyni sáttahönd? Þú? Pompeo? Hvar eigum við að hætta að hlæja?)“

Það gerir einnig lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson:

„Ég sá engar óspektir í fréttunum. Reyndar er þessi aðferð til að mótmæla eða koma á framfæri sjónarmiðum sérdeilis viðeigandi í tilviki Pompeo þar sem akkúrat þetta form af mótmælum er dæmigert amerískt. Þarna var verið að mótmæla meðferð á börnum og fjölskyldum þeirra sem tekin er við landamæri USA og Mex. En auðvitað er þér sama um það.“

Sjálfstæðismaðurinn Júlíus Hafstein tekur hins vegar undir með Hannesi og skrifar:

„Samstarf og gott samband við Bandaríkin er afar nauðsynlegt. Við eigum að efla samskiptin við USA à öllum sviðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“