fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Finnst gott að búa í Kópavogi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 14:38

Horft til Kársness frá Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals 91% Kópavogsbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á, að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu sveitarfélagsins í margvíslegum málaflokkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Íbúar í Kópavogi eru ánægðastir allra á landinu þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar og hvernig menningarmálum er sinnt. Í íþróttunum eru 92% ánægðir, 7% hlutlausir í afstöðu sinni og 1% óánægðir en í menningarmálunum eru 72% ánægðir, 25% hlutlausir og 3% óánægðir.

Þá eru mjög margir ánægðir með gæði umhverfis í kringum heimili sitt, þjónustu sveitarfélagsins þegar á heildina er litið, grunn- og leikskóla, sorphirðu og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.

Í langflestum málaflokkum er meirihluti ánægður með þjónustu sveitarfélagsins og í öllum er ánægja meiri en óánægja.

Þátttakendur voru spurðir hvar helst þyrfti að bæta þjónustu sveitarfélagsins. 23% bentu á endurvinnslu og sorphirðumál, 21 á samgöngumál, 14% á umhverfismál og 11% á stjórnsýslu, leikskólamál og þjónustu við eldri borgara.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu nóvember til janúar og svöruðu 498 spurningum um Kópavog. 9861 tóku þátt í könnunni í heild sinni. Þátttakendur voru eldri en 18 ára, valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda var náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus