fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Bjarni vill að einkaaðilar sjái um rekstur Þjóðarsjóðsins – Seðlabankinn og FME gagnrýna kostnaðinn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 13:37

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um stofnun Þjóðarsjóðs, hvers hlutverk er að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir, felur í sér að einn og sami aðilinn annist vörslu, eignarstýringu, daglegan rekstur og innra eftirlit með starfseminni. Verður sjóðurinn fjármagnaður með tekjum er hljótast af nýtingu orkuauðlinda, einna helst með arðgreiðslum Landsvirkjunar, milli 10 og 20 milljarða á ári og mun umfang sjóðsins vafalaust hlaupa á hundruðum milljarða áður en langt um líður, gangi allt samkvæmt áætlun.

Óþarflega mikill kostnaður

Í umsögn sinni um frumvarpið er Fjármálaeftirlitið gagnrýnið á þetta fyrirkomulag, það sé frábrugðið því sem tíðkist hjá rekstrarfélögum verðbréfasjóða og gangi gegn Evróputilskipun um rekstraraðila sérhæfða sjóða frá 2011.

Fjármálaeftirlitið segir meðal annars að slík útvistun muni hafa í för með sér óþarflega háan kostnað og betur færi á að Seðlabanki Íslands sæi um reksturinn. Þá er einnig gagnrýnt að ekkert sé kveðið á um hvernig áhættustýringu sjóðsins skuli háttað. Bendir Fjármálaeftirlitið á að mikilvægt sé að sjálfstæði áhættustýringar sjóðsins verði tryggt.

Seðlabankinn segir einnig í sinni umsögn að fyrirkomulagið veki upp ýmsar spurningar varðandi umgjörð og eftirlit. Bent er á að Seðlabankinn sjái þegar um slíkt utanumhald hvað varðar gjaldeyrisvarasjóð og lánamál ríkissjóðs og að hægkvæmt gæti verið að bankinn sæi um daglegan rekstur og umsýslu þjóðarsjóðsins byggt á reynslu og samlegðaráhrifum, líkt og Stundin bendir á.

Umsýslukostnaður einkaaðila

Samkvæmt þessu liggur fyrir að töluverður umsýslukostnaður mun falla á ríkissjóð ef einkaaðilum verður falið að sjá um Þjóðarsjóðinn. Upphæðirnar liggja ekki fyrir, en ljóst er að sjóðurinn sjálfur mun hlaupa á hundruðum milljarða að umfangi. áður en langt um líður. Eina raunhæfa viðmiðið er rekstur lífeyrissjóðanna á Íslandi, sem hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir óþarflega dýra yfirbyggingu og há laun stjórnenda.

Í 4. grein frumvarpsins um Þjóðarsjóðinn segir um rekstur og umsýslu:

„Stjórn sjóðsins skal með samningi fela aðila með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum að annast vörslu sjóðsins, ávöxtun og daglegan rekstur, þar á meðal fjárfestingar. Í samningi skal mæla fyrir um greiðslur fyrir verkefni sem viðkomandi umsýsluaðila er falið að annast, heimildir hans og skyldur, svo sem á sviði eignastýringar, innra eftirlits og reglulegrar upplýsingagjafar til stjórnar um rekstur og fjárfestingar. Umsýsluaðila skal gert að tilkynna stjórn sjóðsins um frávik frá fjárfestingarstefnu og hvernig þau verða leiðrétt. Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans eða eigin fé. Eigi síðar en 1. nóvember ár hvert skal stjórnin bera tillögu um rekstrar- og kostnaðaráætlun komandi árs, þ.m.t. vegna samninga um eignastýringu, undir ráðherra til samþykktar.“

Í greinargerð segir einnig:

„Í þriðja lagi má nefna að gert er ráð fyrir því frumvarpinu að stjórn sjóðsins semji sjálf við fagaðila á fjármálamarkaði um daglega fjárfestingastarfsemi fremur en að Seðlabankinn hafi það með höndum, sem reyndar er fyrirkomulag sem kann að verða horfið frá í Noregi á næstunni.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“