fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður allra þriggja stóru viðskiptabankanna dróst saman árið 2018. Mest hjá Arion banka, sem hagnaðist um 7,8 milljarða, sem er um helmingi minni hagnaður en árið á undan. Þá kemur Íslandsbanki, sem hagnaðist um 10,6 milljarða 2018, en 13,2 milljarða árið 2017. Landsbankinn stóð sig best, hagnaðist um 19,3 milljarða 2018, en 19,8 milljarða 2017. Mbl.is greinir frá.

Laun og bónusar bankastjóranna

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er launahæstur bankastjóra þriggja stærstu viðskiptabankanna, með 67,5 milljónir á ári, auk bónusa, sem voru 7,2 milljónir. Alls 74,7 milljónir. Arion banki er eini viðskiptabankinn sem ekki er í eigu ríkisins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, þénaði 56,9 milljónir í fyrra í föstum launum og árangurstengdar greiðslur voru 3,9 milljónir. Heildarlaunin voru því 63,5 milljónir.

Birna lagði sjálf fram þá tillögu í fyrra að lækka laun sín um 14,1 prósent „í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem nú standa yfir“og við því var orðið. Eru mánaðarlaun hennar því 4,2 milljónir eftir lækkun.

Til samanburðar eru árslaun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, Landsbankastjóra, „aðeins“ 44 milljónir, eða 3,8 milljónir á mánuði, en hún hlaut tvær launahækkanir á innan við ári, um samtals 1,75 milljónir á mánuði, sem hafa orðið tilefni mikillar gagnrýni og reiði í samfélaginu.

Samtals fengu bankastjórarnir því greiddar 182,2 milljónir í laun og bónusa  í fyrra.

Lítið orsakasamhengi

Afkoma bankanna virðist því ekki endurspegla laun stjórnenda þeirra og má velta fyrir sér hvort þau séu nægilegur hvati fyrir stjórnendur bankanna ein og sér, líkt og stundum er haldið fram.

Lilja gæti með góðu móti heimtað aðra launahækkun í ljósi árangurs síns, meðan stjórn Arion banka gæti aftur á móti lagt til launalækkun hjá Höskuldi í ljósi stöðunnar.

Það verður þó að teljast ólíklegt.

Það verður ekki séð að hærri laun skili betri árangri, en hafa verður í huga hina gríðarlegu ábyrgð sem slíkir stjórnendur bera og þá miklu áhættu sem þeir eru í, með að lenda í fangelsi, líkt og Stjórnarmaðurinn komst að orði í viðskiptablaði Fréttablaðsins í gær.

Sjá nánarStjórnarmaður segir laun Lilju sanngjörn:Svo miklar líkur á því að enda í fangelsi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins