fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Kolbrún styður að börn hælisleitenda fari öll í Vogaskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 15:10

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, styður áform meirihluta borgarstjórnar um að færa allt nám fyrir börn hælisleitenda sérdeild í Vogaskóla. Ákvörðunin hefur vakið nokkra gagnrýni og sumir telja hana stríða gegn stefnu um nám án aðgreiningar.

RÚV hefur fjallað ítarlega um málið og í frétt á vef RÚV segir:

„Tillagan byggir á niðurstöðum skýrslu um móttöku og aðlögn barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd sem birt var í september í fyrra. Þar er meðal annars lagt til að stofnuð verði stoðdeild við einn grunnskóla þar sem börnin fái sértækan stuðning. Lagt er til að börnin verði að hámarki níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau hefja nám í heimaskóla. Nú er stefnt að því að opna þessa deild í Vogaskóla.“

Helga Helgardóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, segir tillöguna stríða gegn lögum um grunnskóla þar sem kemur fram að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu.

Kolbrún hefur langa reynslu að baki sem starfandi sálfræðingur og einnig var hún formaður samtakanna Barnaheill. Hún segist styðja tillöguna út frá faglegum sjónarmiðum. Hún segir að markmiðið um skóla án aðgreiningar sé umdeilanleg hugmynd og segir hún áform um stoðdeild af þessu tagi ýta undir aðlögun. Hún segir í samtali við RÚV:

„Þetta er til þess að milda þeirra fyrstu skref. Þarna er hlúð að þeim á eigin forsendum. Þetta er að sjálfsögðu bara tímabundið eins og ég skil þetta og sum munu sennilega fara hratt þarna í gegn en þau fara þá í almennan bekk á eigin forsendum þegar þau eru tilbúin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“