fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Kaupmennirnir við Laugaveg eru ekki vitleysingar – og það þarf líka að taka tillit til Hafnartorgs

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ræddi vikunni við mann sem ég veit að er hlynntur því að Laugavegi og Skólavörðustíg sé breytt í göngugötur, frjálsyndan og nútímalegan mann.  Við fórum að ræða um bakarí  og súrdeigsbrauð. Hann var dálítið skömmustulegur þegar  hann játaði fyrir mér að hann keypti að jafnaði ekki brauð í bakaríi Sandholts við Laugaveginn, heldur færi hann í Brauð & co. Samt vorum við alveg sammála um að brauðið hjá Sandholt væri betra en hjá Brauði & co.

En, sagði hann, við Sandholt er erfitt að fá bílastæði. Maður getur ekki skotist inn á augabragði og náð í varninginn.

Auðvitað býst maður ekki við því í neinni alvöru að alltaf sé hægt að fá stæði beint fyrir utan búðir í Miðbænum. En samt, við erum ansi mörg sem búum í vesturborginni og höfum til að mynda einhvern tíma hlaupið úr bílnum inn í Brynju til að ná í skrúfur eða nagla. Fyrir verslunina hefur þetta verið talsverður bisness. Manni heyrist eins og flestir séu sammála um að Brynja sé sú verslun sem síst megi fara af Laugaveginum, þá hraki svipmóti hans illilega.

Það er allt í lagi að viðurkenna raunveruleikann – hann er sá að við búum í lítilli miðborg sem túristar hafa yfirtekið, þar sem hefðbundin verslun stendur mjög höllum fæti. þar sem er býsna mikil óvissa um framtíðina – vegna nýrra viðskiptahátta, netverslunar, hækkandi leiguverðs en á sama tíma því sem virðist ætla að verða gríðarlegt offramboð á rými fyrir verslanir og veitingahús á hinu þrönga miðbæjarsvæði.

Kannski er of mikið gert úr bílaumferðinni, en hún er sannarlega ein af breytunum í þessu dæmi – það hrokafullt að láta eins og svo sé ekki og að kaupmennirnir sem hafa áhyggjur séu  vitleysingar. Þeir sem stunda verslun vita alveg hvaðan viðskiptavinirnir koma – það er óþarfi að lesa yfir hausamótunum á þeim eins og ég sá í útttekt sem er fárra ára gömul en ég sá deilt á Facebook í gær:

Höf­undar úttekt­ar­innar segja að hún sýni fram á það að mál­flutn­ingur Sam­taka kaup­manna og fast­eigna­eig­enda við Lauga­veg um að tak­mark­aður bíla­stæða­fjöldi eða lengd bíla­stæða frá verslun hafi slæm áhrif á við­skipti stand­ist ekki skoð­un. „Mun­ur­inn á göngu­vega­lengd er ein­ungis ein mín­úta í versta falli. Að búast við að fá bíla­stæði við hlið versl­unar á Lauga­vegi er eins og að búast við því að geta ekið bíl upp að verslun inni í Kringl­unni miðri. Sem er aug­ljós­lega fjar­stætt.“

Á sama tíma sjáum við að tilraunir til að hefta bílaumferð í borginni hafa mistekist. Hegðum borgarbúa passar ekki nógu vel inn í fyrirfram mótuð líkön borgarstjórnarinnar og ráðgjafa hennar. Vegagerðin hefur aldrei talið fleiri ökutæki á götum höfuðborgarsvæðisins í janúar og nú.

Ein mesta þversögnin er reyndar sú að undir nýrri verslunarkringlu sem hefur risið í á mótum Tryggvagötu og Kalkofnsvegar, Hafnartorgi svokölluðu, eru meira en þúsund bílastæði. Fólk getur semsagt ekið þangað og gengið upp í verslanirnar. Þær verða í beinni samkeppni við búðir á Laugavegi og Skólavörðustíg. Raunar heyrir maður að nokkur fjöldi verslana sé að flytja af gömlu verslunargötunum og niður á Hafnartorg.

En þetta eru óneitanlega dálítið misvísandi skilaboð.

Höfundur greinarinnar hefur reyndar þeirra hagsmuna að gæta að þegar Laugavegi og Skólavörðustíg er lokað fyrir bílaumferð stóreykst umferðin í gegnum þröngar götur Þingholtanna – en hann býr neðst í því hverfi.

Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallar um málið í bloggi hérna á Eyjunni. Hann leggur til að farið sé varlega í að breyta Laugaveginum í göngugötu allt árið að sinni – meðan Borgarlína er ekki komin í gagnið, segir hann. Hann varar líka við því að ekki sé hlustað á þá sem hafa stundað rekstur við götuna um árabil. Í staðinn vitnar hann í danska hugsuðinn Jan Gehl og nefnir að gatan gæti orðið það sem á ensku kallast pedestrian priority street. (Þess skal svo getið að myndin sem fylgir hér með er úr bloggi Hilmars.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“