fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Voru þau kannski ekki að hugsa neitt?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður spyr sig hvað fari í gegnum heilabúið á fólki sem sem situr til dæmis í bankaráði Landsbankans og ræðir launahækkun til bankastjóra – á nákvæmlega sama tíma og eru í gangi viðkvæmir kjarasamningar.

Og á sama tíma og er í gangi umræða um að einkavæða bankann. Ennfremur deilt um hvort eigi að reisa rándýrar nýjar höfuðstöðvar fyrir hann.

Hvað hugsar þessi hópur fólks sem situr saman í fundarherbergi, líklega af virðulegri sortinni, í gamla Landsbankahúsinu.

Kannski ekkert?

Kannski veit það ekkert um það sem er að gerast annars staðar í samfélaginu, kannski er því alveg sama eða kannski er það ekkert að tengja?

Sé það svo er það væntanlega ekki starfi sínu vaxið.

Annars er svosem ekki alveg nýtt að komi upp mál af þessu tagi á tíma kjarasamninga. Það rifjast upp að allt varð vitlaust 2015 þegar HB Grandi greiddi hluthöfum stóran arð og hækkaði laun stjórnarmanna verulega í miðri vinnudeilu. Þetta hleypti illu blóði í verkalýðshreyfinguna, meðal annars þáverandi forseta ASÍ – sem mörgum þótti reyndar almennt of linur.

HB Grandi var auðvitað ekki ríkisfyrirtæki eins og Landsbankinn, en þetta var sett í samhengi við að fyrirtækið ræki nokkuð grimma láglaunastefnu. Kristján Loftsson sem þá var aðaleigandi HB Granda lét ekki bilbug á sér finna fremur en endranær, sagði að hækkanirnar yrðu ekki teknar til baka, og spurði þá Gylfi Arnbjörnsson hvort hann byggi í helli?

Ef til vill má spyrja sömu spurningar um bankaráð Landsbankans – nema það kallist fílabeinsturn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki