fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 17:30

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ríkið stunda kerfislægan þjófnað á lífeyri og að lífeyrisþegum sé refsað grimmilega fyrir allar aukatekjur með samspili almenna og opinbera lífeyriskerfa. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Ragnar Þór segir íslenskt lífeyriskerfi flókið og fólk þurfi að gerast kerfisfræðingar til að skilja hvernig greiðslukerfið virkar. „Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að ganga í gegnum þetta allt saman einn og óstuddur.“ Hann tók föður sinn sem dæmi, en nýlega settust hann og faðir hans niður til að fara yfir lífeyrismál þess síðarnefnda. Faðir Ragnars hefur greitt í lífeyrissjóð frá því að núverandi lífeyriskerfi var komið á.

Greiddi í kerfið í 50 ár en fær aðeins 141 þúsund krónur á mánuði. 

„Hann byrjaði að greiða inn í lífeyrissjóðskerfið 1969 þegar því var komið á í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Hann hafði sem sagt greitt inn í kerfið í 50 ár og var einn þeirra fyrstu sem fór á lífeyri sem hafði greitt í ekki 40 ár heldur 50. […] Hann var nú ekki láglaunamaður þó hann væri verkamaður, vann mjög mikið og var með ágætis tekjur. Miklar tekjur fyrir mikla vinnu. Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur,“ sagði Ragnar.

71 prósent skattur af 500 þúsund króna lífeyrisgreiðslum

Annað dæmi sem Ragnar Þór tók er einstaklingur sem hefur unnið sér inn fyrir 500 þúsund krónum frá lífeyrissjóð sínum á mánuði, en til þess þyrfti viðkomandi að hafa haft afar háar tekjur.

„Þá er það til ráðstöfunar 397 þúsund krónur eða 145 þúsund krónum meira en þeir sem hafa aldrei greitt [í lífeyrissjóð]. Af þessum 500 þúsund krónum sem þú hefur safnað þér fyrir aukalega á móti þeim sem hefur aldrei lagt inn í kerfið, þá fara 71 prósent í skatt af þessum 500 þúsund krónum.“

Ragnar Þór hefur áður sagt að samspil almannatryggingakerfisins og lífeyriskerfið komi fólki í fátækragryfju og hefur hann kallað eftir því að lífeyri verði samkvæmt framfærsluviðmiðum.

Ekki samkomulagið sem fólk gekk upprunalega að

„Þetta var ekki sá díll sem fólki var beðið að taka þátt í þegar kerfinu var komið á fót,“ sagði Ragnar og segir að í dag sé noti ríkið þetta kerfið til sparnaðar.  Hann gagnrýnir að þegar Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdarstýra landssambands lífeyrissjóðanna, mætti í Bítið um daginn hafi hún tekið dæmi um lífeyrisgreiðslur, án þess að tala um hver væri raunverulega fjárhæðin sem lífeyrisþegar fengju í raun í hendurnar.

„Ég hefði haldið, að landssamtök lífeyrissjóða ættu að taka upp hanskann fyrir gamla fólkið og sína sjóðfélaga sem eru að fara á lífeyri út af þessum skerðingum með óbeinum þjófnaði sem á sér stað á  lífeyriskerfinu.“

Fjármálaráðherra ætti að hugsa um gamla fólkið frekar en hátekjufólkið

„Eins og fjármálaráðherra sagði þegar við vorum að tala um hátekjuskattinn, að hann væri mjög hugsi yfir því þegar við værum farin að skattleggja hverja krónu um meira en helming, það fannst honum vera mjög umhugsunarvert. Þá ætti hann að hugsa til gamla fólksins og öryrkjanna, þá sérstaklega gamla fólksins sem er að lenda í 70-80 prósent skerðingu fyrir  hverja krónu sem það fær aukalega.“

Að lokum hvetur Ragnar Þór stéttarfélög til að styðja við baráttu Gráa Hersins, baráttuhóp innan félags eldri borgara.

„Það eru margir sem hafa samband við mig og þess vegna erum við að vekja athygli á þessu og líka þessari frábæru baráttu sem Grái herinn er að fara í núna og stéttarfélögin ætla vonandi að styðja til ráða og dáða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu