fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Teljum að um­fjöllunin sé eðli­leg“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hyggst ekki biðja hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram afsökunar á þeim ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2, þegar þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Fréttablaðið greinir frá.

Jón og Bryndís hafa hótað því að stefna RÚV fyrir tilhæfulausar ásakanir, ærumeiðingar og rangar fullyrðingar í þættinum, sem og í grein sem þeir Sigmar og Helgi rituðu. Gáfu þau útvarpsstjóra viku til að velta málinu fyrir sér og fóru þau fram á afsökunarbeiðni vegna málsins.

Sjá nánarJón Baldvin og Bryndís hyggjast stefna RÚV:„Sorp­blaðamennska – á kostnað skatt­greiðenda?“

Eðlileg umfjöllun

„Við teljum að um­fjöllunin sé eðli­leg og að fréttagildi hennar hafi verið ótvírætt. Þetta byggir á frá­sögnum margra kvenna sem birst hafa í fjöl­mörgum fjöl­miðlum að undan­förnu. Þannig það er ekkert til­efni til slíks,“

segir Magnús Geir við Frétta­blaðið.

„Dagskrárstjórar og fréttastjórar telja sem fyrrfréttagildi málsins vera ótvírætt og eftir rýni er ekkert sem bendir til annars en að vinnu- og siðareglur RÚV hafi verið virtar á öllum stigum,“ segir Magnús en bætir við að telji Jón að á sér hafi verið brotið með um­fjölluninni geti hann farið ýmsar leiðir.Við erum alltaf að rýna okkar störf og ef hann telur að á rétti sínum hafi verið brotið getur hann leitað til siða­nefndar RÚV en þar eru ó­háðir aðilar sem geta skoðað málið og at­hugað hvort að það sé eitt­hvað at­huga­vert við málið,“

segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“