fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Ocasio-Cortez gegn Trump – „Green New Deal“ leysist upp í þras

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Green New Deal er stefna sem demókratarnir Alexandria Ocasio-Cortez, hin unga stjórnmálastjarna frá New York, og öldungardeildarþingmaðurinn Ed Markey frá Massachusetts kynntu fyrir skemmstu. Hún vakti mikla athygli – það er vísað til New Deal Roosevelts forseta sem var áætlun um að koma Bandaríkjunum aftur í gang eftir heimskreppuna.

Ocasio-Cortez og Markey fengu fjölda stjórnmálamanna úr röðum Demókrata til að stíga um borð – þar á meðal forsetaframbjóðendurna Elizabeth Warren, Cory Booker, Kamala Harris og Bernie Sanders. Hin valdamikla Nancy Pelosi heldur hins vegar ákveðinni fjarlægð frá framtakinu, fór meira um það orðum sem mátti túlka sem háð, kallaði það „græna drauminn“.

Margt hljómar skynsamlega í þessari stefnumörkun. Þetta er metnaðarfull áætlun um að ráðast gegn loftslagsbreytingum með gríðarlegum fjárfestingum í endurnýjanlegum orkugjöfum, breytta starfshætti í landbúnaði í átt frá iðnaðarframleiðslu, aðgerðir til að fanga kolefni, meðal annars með skógrækt  – en um leið er fjallað um aukið félagslegt réttlæti, heilbrigðisþjónustu fyrir alla, hærri lágmarkslaun, aðgerðir gegn einokunarfyrirtækjum.

En nú hefur þetta allt verið að leysast upp í þras, líkt og svo margt í fjöl- og samskiptamiðlum nútímans. Það er ekki auðvelt að eiga alvöru samtal um nokkurn skapaðan hlut. Repúblikanar nota Green New Deal til að lemja á Demókrötum, Fox News fer hamförum og það er jafnvel talað um að forsetaframbjóðendur sem skrifuðu undir geti lent í vandræðum vegna þess. Það virðist sem plaggið hafi verið birt of snemma – áður en sumir þeirra stjórnmálamanna sem settu nafn sitt undir hafi almennilega náð að kynna sér efni þess.

Meira að segja fjölmiðlar sem eru í megindráttum fylgjandi stefnunni sem þarna er sett fram segja að margt sé þar óþarflega óljóst og lítt úthugsað. Það gefur andstæðingunum sóknarfæri. Trump forseti sagði á fjöldafundi í El Paso í gær að að Green New Deal sé eins og léleg ritgerð úr gagnfræðaskóla – síðan kom mantran um sósíalisma og að taka eigi bíla, flugvélar og jafnvel hús og búfénað af fólki.

Ocasio-Cortez svaraði á Twitter:

 

 

Stóra skekkjan í bandarískum stjórnmálum er sú að fáein ríki sem sveiflast milli flokkanna ráða því í raun hver verður forseti og hverjir ná meirihluta á þingi. Demókratar hafa nú fengið hland fyrir hjartað og Repúblikönum er skemmt – því þótt Green New Deal virðist mælast vel fyrir hjá ungu fólki gæti reynst erfitt að vinna stefnunni fylgi í hinum íhaldssamari sveifluríkjum. Því er jafnvel haldið fram að þar gæti hún komið Demókrötum í koll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“