fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Kambsmálið í Kiljunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 23:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kambsmálið, engu gleymt, ekkert fyrirgefið, er bók eftir Jón Hjartarson sem kom út fyrir skemmstu.

Hún fjallar um atburði sem gerðust norður á ströndum 1953, nánar tiltekið að bænum Kambi í Árneshreppi. Heimilisfaðirinn var látinn úr krabbameini, móðirin var í Reykjavík til að leita sér lækninga. Eftir var barnahópur sem sá um heimilið og kunni ágætlega til verka.

En þá bar að bænum yfirvöld sem vildu leysa upp heimilið, bjóða upp húsmuni og búfénað og koma börnunum fyrir á öðrum bæjum. En börnin voru ekki kjarklaus, þau vildu ekki hvika, héðan fer enginn, sagði ein systirin sem þá var unglingur við karlana sem bar að garði.

Gestrisni var samt höfð í hávegum í þessu samfélagi og systkininin höfðu bakað og hellt upp á kaffi fyrir gestina þótt þeir væru mátulega velkomnir. Þeir fengu pönnukökur.

Við fjöllum um þessa atburði og bóki Jóns Hjartarsonar í Kiljunni á RÚV nú á miðvikudagskvöldið. Förum og heimsækjum systurnar Pálínu og Jónu Guðlaugsdætur sem rifja upp þennan dag og eftirmál hans með okkur – hvernig börn stóðu upp í hárinu á yfirvöldum í þjóðfélagi þar sem tíðkaðist ekkert sérstaklega að hlusta á raddir barna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“