fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Gylfi ber ekki traust til bankanna: Nýja Landsbankahöllin hlutfallslega dýrari en veggurinn hjá Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands var afar harðorður í garð bankakerfisins er hann hélt erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í morgun. Þar ræddi hann traust almennings á bankakerfinu, sem er með lægsta móti. RÚV greinir frá.

„Hingað til hefur verið talað um að efla traust á bankakerfinu, en af hverju skyldi nokkur hafa traust á því? Til að fólk treysti manni þarf maður að vera traustvekjandi og það skortir töluvert upp á það,“

sagði Gylfi og nefndi að upplýsingagjöf til almennings væri ófullkomin og af því leiddi að hvatarnir fyrir áhættusama bankastarfsemi væru of miklir, til að hámarka rentu sína.

Hann taldi það vel skiljanlegt að svo lítið traust væri borið til bankakerfisins þegar fyrir lægi að laun bankastjóra hafi hækkað óþarflega mikið, verðskrár bankanna væru ólæsilegar og mikil áhersla væri lögð á rafræn viðskipti.

Um verðskrá Arion banka sagði Gylfi:

 „Ég, sem venjulegur maður, get varla lesið þetta. Þó að ég fari upp í sumarbústað í einn mánuð þá gæti ég ekki munað þetta. Ef ég ætti, sem neytandi, að bera saman verðskrá eins og þessa við verðskrá Íslandsbanka eða Landsbankans þá gerði ég ekki annað. Þetta flækjustig er viljandi og flækjustigið kemur í veg fyrir öll samskipti. Bankarnir keppast um stóru fyrirtækin sem vilja fá lán en almenningur? Það er engin leið að efla samkeppni um bankaviðskipti almennings þegar verðskrá er svona óskýr.“

Landsbankahöllin dýrari en veggur Trumps

Gylfi segir almenning jafnan borga brúsann og tekur nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem dæmi:

„Hver er rentan þegar staðan er svona? Há laun í fjármálaþjónustu, mikill hagnaður, nýjar byggingar. Mér er sagt að það kosti 7 milljarða að byggja hús Landsbankans niðri í bæ. Landsbankahúsið er 10 sinnum dýrara fyrir Ísland heldur en múrinn við landamæri Mexíkó sem Bandaríkjaforseti vill byggja. Af hverju? Þetta eru peningar almennings.“

Tæknin til trafala

Gylfi er einnig gagnrýninn á þá þróun sem orðið hefur með nýrri tækni. Hann segist sakna mannlegra samskipta:

„Mannshugurinn er farinn. Í tölvunni er engin dómgreind en í viðskiptalífinu og fjármálakerfinu skiptir dómgreind ofboðslega miklu máli. Tökum dæmi. Einstaklingur á lágmarkslaunum með mikil útgjöld getur hækkað yfirdráttinn sinn sjálfur í heimabankanum upp í tvær milljónir króna. Viðkomandi á ekki að geta gert það. Fjölskylda sem hefur verið að borga meira en 200 þúsund í leigu sækir rafrænt um greiðslumat fyrir íbúðakaupum en því er hafnað vegna þess að tölvan segir nei. Þarna vantar dómgreind. Tæknivæðingin gerir bankana vanhæfari til að takast á við erfið mál en eykur rentuna sem kemur út úr kerfinu af því að tæknin minnkar kostnað.“

Uppfært

Fyrir handvömm birtist mynd af Gylfa Magnússyni um stutta stund, í stað Gylfa Zoega.

Eru báðir Gylfarnir beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen
Eyjan
Í gær

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“
Eyjan
Í gær

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“
Eyjan
Í gær

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áminning á áminningu ofan

Áminning á áminningu ofan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“