fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
Eyjan

Segir endurskoðun stjórnarskrár „bjartsýnt“ verkefni – Skot á Bjarna Ben ?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. febrúar 2019 09:00

Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afmælishátíð VG er nú um helgina, en flokkurinn fagnar 20 ára afmæli. Katrín Jakobsdóttir, formaður og forsætisráðherra, hélt ræðu í gær þar sem hún kom inn á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, en Katrín segir það „bjartsýnt verkefni“ að ná fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna mánaðarlega.

Hún tekur fram að „þrátt fyrir bókanir allra aðila með margháttuðum athugasemdum um mismunandi skoðanir ólíkra flokka“ sé hún bjartsýn, en þá setningu mætti skilja sem skot á Bjarna Benediktsson:

„Að lokum hlýt ég að nefna það bjartsýna verkefni að loka formenn stjórnmálaflokkanna mánaðarlega inni í herbergi til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þar liggur undir áætlun um að verkefninu verði lokið á tveimur kjörtímabilum. Verkefnið er á áætlun og þrátt fyrir bókanir allra aðila með margháttuðum athugasemdum um mismunandi skoðanir ólíkra flokka leyfi ég mér enn að vera bjartsýn á að við náum fram jákvæðum breytingum á stjórnarskrá á þessu kjörtímabili í þeim anda sem við höfum rætt á undanförnum áratug. Ég hlýt að nefna sérstaklega ákvæði um auðlindir í þjóðareign og ákvæði um umhverfisvernd sem lengi hafa verið okkar baráttumál.“

Bjarni á öndverðum meiði – þvert gegn stjórnarsáttmála

Í þessu samhengi má rifja upp orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem síðast í desember taldi slíka endurskoðun stjórnarskrárinnar alls ekki nauðsynlega, þó svo að stjórnarsáttmálinn kveði mjög skýrt á um að svo skuli gert.

Bjarni lét bóka eftirfarandi á fundi stjórnarskrárnefndarinnar í október:

„Formaður Sjálfstæðisflokksins vill láta færa til bókar í tilefni af öðrum bókunum sem fram hafi komið á undanförnum fundum að hann telji að ekki sé þörf fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur sé ráð að vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði. Hann beri samt virðingu fyrir að menn sjái þetta með mismunandi hætti en hann telji að hópurinn sé kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða.“

Sjá nánarBjarni gengur þvert gegn stjórnarsáttmálanum:Telur ekki lengur þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Það er engin nýlunda að Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn slíkri endurskoðun, það hefur verið viðkvæðið frá því strax eftir hrun.

Samkvæmt könnun MMR frá því í október telja alls 52 landsmanna mikilvægt að fái nýja stjórnarskrá. Alls 34 prósent töldu það mjög mikilvægt og 18 prósent sögðu það frekar mikilvægt.

Að sama skapi vildu 19 prósent það hvorki mikilvægt né lítilvægt, 11 prósent töldu það frekar lítilvægt og 18 prósent sögðu það mjög lítilvægt að fá nýja stjórnarskrá.

 

 

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Gleðigangan er í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda