fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn á „réttri leið“ um landið – Vill hitta þig á heimavelli

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 09:44

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“ sem varir næstu vikur og mánuði. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir, samkvæmt tilkynningu.

Í henni segir að þar gefist heimamönnum á hverjum stað „einstakt tækifæri“ til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða allt sem skiptir máli, stjórnmálin, atvinnulíf og mannlíf:

„Ekkert verður undanskilið og bæði horft til þess sem varðar nærsamfélagið og landið allt. Að þessu sinni fer þingflokkurinn saman sem ein heild í öll kjördæmi í stað þess að þingmenn sinni einungis að mestu sínum eigin kjördæmum. Er það m.a. til að undirstrika að þótt þingmenn séu kjörnir til setu á Alþingi fyrir eitt kjördæmi eru þeir í raun þingmenn alls landsins og mikilvægt að þeir kynnist þeim málum sem mest brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi.“

Fundirnir eru sagðir verða óformlegri en oft áður og munu allir þingmenn taka virkan þátt í hverjum fundi með spjalli við fundarmenn. Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins xd.is þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG