fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Hin ósjálfráðu viðbrögð við hruni Venesúela

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bý í heimi grárra skugga þar sem Maduro getur verið slæmur og íhlutun Trumps getur verið slæm.“

Þessar línur sendi mér ágætur vinur minn, hugsandi og sanngjarn maður.

Það er deilt um Venesúela, maður heyrir raddir um að nú eigi að knésetja landið með íhlutun heimsvaldasinna. En það er núverandi ríkisstjórn sem hefur búið um ból sitt eins og sjá má á þessum skýringamyndum sem birtast á vef BBC. Meira en milljón prósent verðbólga sem þýðir í raun að hagkerfið virkar engan veginn lengur, algjört hrun í þjóðarframleiðslu, hungur, sjúkdómar eins og malaría sem breiðast út eins og eldur í sinu, gríðarlegur flóttamannastraumur frá landinu.

Hér er brot úr umræðuþætti á BBC þar sem sjónvarpsmaðurinn Andrew Neil rekur Ken Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, algjörlega á gat þar sem er rætt um viðskiptaþvinganir gegn Venesúela. Þær eru ekki skýringin á þessu ástandi, heldur eru sögur um þær notaðar sem skálkaskjól.

 

 

Að auki má benda á fróðlegt viðtal RÚV við María Carolina Osorio lækni sem er frá Caracas í Venesúela, flýði fyrir fjórum mánuðum og býr nú á Íslandi. Hún lýsir skelfilegu ástandi, grimmdarlegu einræði, almenningi sem svelti heilu hungri, skorti á lyfjum.

„Almenningur í Caracas fer út daglega til þess að afla matar. Fólk þarf að bíða í löngum röðum til þess að komast að því hvað sé á boðstólum hverju sinni fyrir þann litla pening sem það hefur til umráða í verslunum þar sem nánast enginn matur er til. Það eru engin krabbameinslyf til í landinu, engin lyf við sykursýki eða öðrum langvinnum sjúkdómum. Þess vegna fagnar almenningur öllum alþjóðabandalögum, ekki aðeins Bandaríkjunum heldur Chile, Kólumbíu, Brasilíu, Lima-hópnum og Kanada.“

En svo eru þeir sem vilja ekki hlusta á orð  – sjá heiminn í svart/hvítu, alltaf í sömu skotgröfunum. Þetta eru eins og ósjálfráð viðbrögð.

Bak við er sú hugsun að óvinir óvina minna séu vinir mínir. Það er nefnilega dálítið óþægilegt að sjá fólk sem maður ætlar að aðhyllist frelsi og lýðræði snúast á sveif með harðstjórum bara virðist manni af þeirri ástæðu að Bandaríkjunum er í nöp við þá.

Í slíkum tilvikum er því jafnvel haldið fram að hundruð þúsundir eða milljónir mótmælenda séu ekki annað en strengjabrúður – flóttamenn séu að setja upp einhvers konar leikþætti sem ekkert sé að marka. Samlíðunin með alþýðu manna gufar upp í ósjálfráðri svart/hvítri skotgrafapólitík. Á ensku er til nokkuð gott hugtak – knee jerk reaction.

Við sjáum þetta gerast nú með Maduro – þar sem 3 milljónir hafa beinlínis flúið land og fjölgar ört – en líka svipað með Aassad, Janúkovits, Pútín, Milosevic….

Að því sögðu vonar maður heitt og innilega að Bandaríkin glæpist ekki til að beita hernaðaríhlutun í Venesúela. Því þótt maður fyrirlíti Maduro er maður heldur ekki á bandi Trumps. Heimurinn er blæbrigðaríkari en svo. Einfaldasta lausnin er auðvitað sú að harðstjórinn Maduro, sem situr í embætti forseta í skjóli kosningasvindls, pólitísks gerræðis og spillingar, fallist á að efna til frjálsra kosninga í landinu undir alþjóðlegu eftirliti, landið verði sett í efnahagslega gjörgæslu og hjálparstofnunum verði hleypt inn fyrir landamærin – en stjórn Maduros meinar þeim aðgang eins og stendur. Annars er heldur hrun samfélagsins áfram með tilheyrandi hörmungum og lögleysu og flóttamannastraumurinn eykst.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus