fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Segir fjölmiðlafrumvarpið hafa þveröfug áhrif: „Gal­in hug­mynd“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:01

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan greindi frá því í gær að óánægju gætti innan raða þingflokks Sjálfstæðisflokksins með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Lilja var sögð hafa sleppt því að kynna frumvarpið fyrir ríkisstjórninni áður en hún hélt blaðamannafund þess til kynningar á fimmtudag, sem þykja heldur óvenjuleg vinnubrögð. Talaði Lilja þó sjálf um að einhugur ríkti um frumvarpið og nefndi stuðning Framsóknar og VG og formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem er Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon.

Lækka beri skatta í staðinn

Ljóst er að Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar er ekki í þeim hópi, miðað við grein hans í Morgunblaðinu í dag, en afstaða Óla hefur þó lengi legið fyrir.

Í grein sinni segir Óli Björn að skilvirkasta leiðin til að styrkja rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sé að lækka skatta, styrkt­ar- og milli­færslu­kerfi sé „versta leiðin.“ Hann vill þess í stað afnema virðisaukaskatt af áskrift fjölmiðla:

„Hug­mynd­in er langt í frá full­kom­in og helsti gall­inn er að stór hluti einka­rek­inna fjöl­miðla nýt­ur í engu slíkr­ar íviln­un­ar. Nauðsyn­legt er að skattaí­viln­an­ir séu sam­ræmd­ar og gegn­sæj­ar. All­ir – í þessu til­felli einka­rekn­ir fjöl­miðlar – eiga að sitja við sama borð og fá hlut­falls­lega sömu íviln­un. Þetta er hægt með því að fella trygg­inga­gjaldið niður. Með því næst hlut­falls­lega sama lækk­un á hvern fjöl­miðil miðað við launa­kostnað,“

Segir Óli og nefnir að setja mætti þak á ívilnunina svo hún nái aðeins til launa sem skattlögð sér í neðra þrepi tekjuskatts, meðan launin í efra þrepinu beri tryggingagjaldið:

„Með þessu verður eng­in nefnd eða op­in­ber stofn­un sem met­ur hvort um­sókn fjöl­miðils full­nægi til­tekn­um skil­yrðum held­ur er skatt­kerfið sniðið að rekstr­ar­formi hvers og eins fjöl­miðils án þess að um­sýslu­kostnaður stofn­ist af hálfu rík­is og fjöl­miðils við út­hlut­un fjár­muna. Niður­fell­ing trygg­inga­gjalds er leið til að rétta sjálf­stæðum fjöl­miðlum vopn þegar þeir reyna að verj­ast áhlaupi fíls­ins í stof­unni – Rík­is­út­varps­ins.“

Frumvarpið skekki samkeppnisstöðu

Óli nefnir að verið sé að réttlæta ranglæti með fjölmiðlafrumvarpinu:

„Ég hef ekki lagt það í vana minn að nota stór­yrði en nauðsyn brýt­ur regl­una. Það er gal­in hug­mynd að reyna að stuðla að frjálsri og óháðri fjöl­miðlun með um­fangs­mikl­um milli­færsl­um og rík­is­styrkj­um. Verst er að með milli­færsl­um og styrkj­um er í raun verið að rétt­læta rang­lætið á fjöl­miðlamarkaði og kom­ast þannig hjá því að fjar­læga meinið sjálft.“

Óli segist ekki efast um að góður hugur liggi að baki frumvarpinu, en það nái ekki tilgangi sínum, heldur þvert á móti:

„Fjöl­miðill sem bygg­ir til­veru sína á rík­is­styrkj­um, sem eru auk þess und­ir yf­ir­um­sjón rík­is­stofn­un­ar, get­ur aldrei tal­ist fjár­hags­lega sjálf­stæður. Þá eru lík­ur á því að styrkja­kerfið í ætt við það sem kynnt hef­ur verið, skekki sam­keppn­is­stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla þar sem þeir miðlar sem geta ekki upp­fyllt kröf­ur sem gerðar verða, standa hlut­falls­lega veik­ari að vígi gagn­vart öðrum. Það hljóm­ar þversagna­kennt, en sú hætta er raun­veru­lega fyr­ir hendi að fjöl­miðlaflór­an verði fá­tæk­ari eft­ir að rík­is­styrk­ir verða tekn­ir upp.“

Pólitískur raunveruleiki

Óli Björn segir að ekki sé til sá stjórnmálamaður sem ekki segist hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla. Á hinn bóginn segir hann einnig nauðsynlegt að missa ekki veruleikaskynið:

„Í bar­áttu fyr­ir fram­gangi hug­mynda er nauðsyn­legt að láta sig dreyma en til að ná ár­angri er skyn­sam­legt að átta sig á póli­tísk­um raun­veru­leika. Þetta á til dæm­is við þegar kem­ur að því hvernig best sé að tryggja rekst­ur og fjár­hags­legt sjálf­stæði fjöl­miðla.“

Óli Björn segir að ríkisrekstur fjölmiðla sé alvarlegt mein sem meðhöndlað sé með líknarstarfsemi í stað raunverulegra lausna:

„Þetta er svipað og lækn­ir­inn sem kem­ur sér hjá því að skera sjúk­ling­inn upp til að koma hon­um til heilsu en vel­ur frem­ur að gefa hon­um verkjalyf til að halda hon­um á lífi þótt lífs­gæðin séu ekki mik­il eða framtíðin björt.“

Óli Björn deilir þeirri draumsýn sinni að ríkið dragi sig með öllu úr fjölmiðlarekstri, en hann segir það þversögn að ríkið stundi miðlun frétta og upplýsinga og taki að sér að veita aðhald í frjálsu samfélagi:

„Slíkt hlut­verk er bet­ur komið í hönd­um frjálsra fjöl­miðla sem eiga að vera far­veg­ur fyr­ir lýðræðis­lega umræðu, upp­spretta upp­lýs­inga og frétta, en síðast en ekki síst vera varðmenn al­mennra borg­ara. Sam­fé­lag sem trygg­ir ekki starf­semi frjálsra fjöl­miðla lend­ir fyrr eða síðar á villi­göt­um, eins og sag­an hef­ur sannað aft­ur og aft­ur.“

Óli Björn nefnir til sögunnar lögvarin forréttindi RÚV og segir stofnunina grafa undan sjálfstæðum fjölmiðlum, sem berjist í bökkum meðan staða RÚV styrkist ár frá ári:

„Varn­ar­múr­inn sem um­lyk­ur Rík­is­út­varpið er þétt­ur – svo þétt­ur að rík­is­fyr­ir­tækið hef­ur kom­ist upp með að brjóta lög sem um starf­semi þess gilda. Þegar vak­in er at­hygli á þess­ari staðreynd í söl­um Alþing­is, loka flest­ir aug­un­um, halda fyr­ir eyr­un og þegja. Líkt og lækn­ir­inn sem vill ekki tak­ast á við mein sjúk­lings­ins forðast þing­menn að tak­ast á við verk­efnið og vilja frem­ur tengja einka­rekna fjöl­miðla við rík­is­rekna súr­efn­is­vél.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen
Eyjan
Í gær

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“
Eyjan
Í gær

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“
Eyjan
Í gær

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áminning á áminningu ofan

Áminning á áminningu ofan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“