fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Minnst ánægja með Áramótaskaupið hjá stuðningsfólki Miðflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:12

Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverðrar ánægju gætti með Áramótaskaupið 2018 meðal landsmanna en 62% þátttakenda í könnun MMR sögðu Áramótaskaupið hafa verið gott. Töldu 33% svarenda Skaupið 2018 hafa verið mjög gott, 29% sögðu það frekar gott, 17% hvorki gott né slakt, 10% frekar slakt og 10% mjög slakt.

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar virðist hafa verið sérlega ánægt með Skaupið en 80% þeirra kváðu Skaupið hafa verið gott og einungis 8% kváðu það hafa verið slakt. Þá gætti einnig nokkurrar ánægju á meðal stuðningsfólks Pírata (73%) og Vinstri grænna (71%). Minnst ánægja með Skaupið var hjá stuðningsfólki Miðflokksins (33%) og Flokks fólksins (45%) en af stuðningsfólki Miðflokksins sögðu 37% skaupið hafa verið mjög slakt og 19% frekar slakt.

Í sögulegu samhengi virðist sem skipta megi skaupum í þrjá flokka út frá ánægju. Í fyrsta lagi höfum við slök skaup sem einkennast af því að einingis þriðjungur telur þau góð en hátt í helmingur segir þau slök. Í þennan flokk falla þá skaupin 2012 og 2014. Í öðru lagi eru svo góð skaup, líkt og skaupið í ár (2018) og skaupin 2011, 2015 og 2016. Góð skaup einkennast þá af því að um og yfir 60% telja þau góð og um 20% telja þau slök. Í þriðja lagi koma af og til fram frábær skaup, eins og skaupin 2013 og 2017. Frábær skaup einkennast af því að hátt í 80% telja þau góð og ekki nema 10% segja þau slök.

Skaupið sérlega vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar

Skaupið féll ágætlega í kramið hjá kvenkynssvarendum en 65% kvenna kváðu Skaupið hafa verið gott, samanborið við 58% karla. Þá fór ánægjan minnkandi með auknum aldri en 71% yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðu Skaupið hafa verið frekar eða mjög gott, samanborið við 49% þeirra elstu (68 ára og eldri).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen
Eyjan
Í gær

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“
Eyjan
Í gær

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“
Eyjan
Í gær

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áminning á áminningu ofan

Áminning á áminningu ofan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“