fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Miðflokkurinn leggur fram frumvarp um bann við hljóðupptökum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mæla fyrir frumvarpi flokksins á Alþingi. Meðal meðflutningsmanna frumvarpsins eru Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason.

Í frumvarpinu er lagt til bann við myndatökum og hljóðupptökum í dómhúsum.

Í greinargerð frumvarpsins segir að færst hafi í vöxt að fjölmiðlar reyni að ná myndum af sakborningum og vitnum á leið sinni í dómssal, sem geti leitt til þess að vitni reyni að koma sér undan því að bera vitni.

Þá segir einnig:

„Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“

Helgi Seljan, fjölmiðlamaður hjá RÚV, bendir á þetta á Facebook og segir við það tækifæri:

„Hugsanlega mætti uppfæra greinargerðina með nýlegum dæmum.“

 

Greinargerð frumvarpsins:

Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.
Meginreglan er sú að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði, sbr. 10. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Sú regla er ekki skert með því að banna myndatökur af aðilum máls inni í dómhúsi eða nálægt því eins og tíðkast í Danmörku og Noregi. Sú takmörkun sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu gengur ekki of nærri meginreglunni um opin þinghöld að mati flutningsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus