fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Yfir 8000 rangar og villandi fullyrðingar Trump á tveimur árum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 11:15

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt samantekt The Washington Post hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, viðhaft 8,158 rangar, eða villandi fullyrðingar á opinberum vettvangi frá því að hann tók við embætti í janúar árið 2017.

Athygli vekur að Morgunblaðið bendir einnig á þessa staðreynd í dag, en Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, hefur varið Trump og jafnvel mært, í Reykjavíkurbréfum sínum.

Á þeim tveimur árum sem Trump hefur verið forseti, eru aðeins 82 dagar þar sem hann fór ekki með staðlausa stafi. Flesta þeirra daga var forsetinn upptekinn við að leika golf.

Fyrstu 100 daga Trump í embætti fór hann með rangt mál alls 492 sinnum, en á sínu öðru ári fór hann alls með 6000 rangar eða villandi staðhæfingar, nær þrefalt fleiri en allt fyrsta ár sitt í embætti.

Jafngildir það um sex lygum, eða röngum fullyrðingum á dag á fyrsta árinu, en rúmlega 16 lygum á dag á öðru árinu.

Algengustu röngu fullyrðingar Trump snúa að málefnum innflytjenda, en í ræðu Trump síðastliðinn laugardag, um vegginn sem hann hyggst reisa við landamæri Mexíkó, taldi Washington Post 12 rangar eða villandi fullyrðingar.

Í ræðu sinni sagði Trump til dæmis að heróín eitt og sér leiddi 300 bandaríkjamenn á viku til dauða, en 90% efnisins kæmi yfir sunnanverð landamærin. Hið rétta er að efnið kemur að langmestu leyti með löglegum leiðum yfir landamærin, aðeins lítill hluti heróíns finnst á þeim sem reyna að koma ólöglega til Bandaríkjanna. Því myndi veggurinn gera lítið gagn í baráttunni gegn heróínvá þeirri er herjar á landið.

Trump vildi einnig meina í ræðu sinni að með veggnum myndi glæpum fækka og fíkniefnasmygli einnig, um allt að helming jafnvel. Þá bendir The Washington Post á að þetta sé hlægileg fullyrðing, þar sem glæpatíðnin meðal ólöglegra innflytjenda sé alls ekki meiri en meðal bandarískra ríkisborgara.

Þá hefur Trump einnig endurtekið sömu rangindin 127 sinnum, er hann segist hafa staðið að mestu skattalækkun í sögu Bandaríkjanna. Hið rétta er að hún er sú áttunda mesta, samkvæmt samantekt The Washington Post.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“