fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Sjáðu hvað þú færð margar íbúðir í Þorlákshöfn fyrir 43 milljónir: „Sturluð staðreynd“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 16:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin misseri með tilheyrandi vandamálum, ekki síst fyrir fyrstu kaupendur og barnafólk. Þó útlit sé fyrir að verð fari lækkandi á höfuðborgarsvæðinu með auknu framboði og fyrirhuguðu átaki stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna, má enn sjá stórkostlegt misræmi í verðum þegar farið er út fyrir Reykjavík, enda hefur fasteignamarkaðurinn í nærsveitum Reykjavíkur tekið kipp.

Því til staðfestingar má nefna að samkvæmt færslu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, seldust 15 fyrirhugaðar íbúðir í Þorlákshöfn upp innan sólarhrings frá því tilkynnt var um byggingu þeirra og biðlisti myndaðist um leið.

Davíð Þór Guðlaugsson vekur einnig athygli á þessu á Facebook og bendir á að fyrir rúmar 43 milljónir, sem er ásett söluverð sambærilegrar fasteignar við Lágaleiti í Reykjavík, fái hann næstum þrjár íbúðir í Þorlákshöfn:

„Sturluð staðreynd. Ég get keypt 3 glænýjar blokkaríbúðir í gamla heimabænum mínum (35 mín. fjarlægð frá Reykjavík) á verði einnar íbúðar í Lágaleiti í Reykjavík. Íbúðirnar í Þorlákshöfn og Reykjavík virðast sambærilegar eftir stutta skoðun á netinu, skilast báðar fullbúnar og með öllum tækjum. Þó engin gólfefni á íbúðinni í Lágaleiti. Íbúðin í Þorlákshöfn er skráð 53 fermetrar á meðan íbúðin í Lágaleiti er 47,6 fermetrar en er þó með geymslu í sameign. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það er ekki hægt að bera saman fasteignaverð í Reykjavík og Þorlákshöfn en þetta er magnað!“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“