fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Katrín og Guðmundur Ingi til Helsinki

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra halda af stað til Helsinki í Finnlandi í dag á fund norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál sem fer fram í Helsinki á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Markmið fundarins er að fylgja eftir loftslagsfundinum (COP24) sem fram fór í Katowice í Póllandi í byrjun desember og ræða með hvaða hætti Norðurlöndin geti tekið höndum saman á sviði loftslagsmála.

Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliðafund með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, í fyrramálið og heimsækja Aalto-háskóla í Helsinki þar sem fjallað verður sérstaklega um nýsköpun. Einnig mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi Hybrid Centre of Excellence, evrópsks öndvegisseturs gegn fjölþátta ógnum, sem finnsk stjórnvöld höfðu frumkvæði um að setja á laggirnar árið 2016.

Umhverfis- og auðlindaráðherra situr fund norrænna umhverfisráðherra á morgun þar sem rætt verður um norrænt samstarf á sviði loftslagsmála. Hann mun auk þess eiga tvíhliðafund með Kimmo Tiilikainen, umhverfisráðherra Finnlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda