fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Hin merka menningarstofnun Bíó Paradís sýnir Óskarsmyndir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíó Paradís er ótrúlega merkileg og mikilvæg menningarstofnun í borginni. Sýnir kvikmyndir af listrænum toga héðan og þaðan úr heiminum. Það er líka skemmtilegur staður til að koma á og njóta veitinga. Meira að segja poppið er betra þar en í öðrum bíóum.

Bíó Paradís fylgist býsna vel með því sem er að gerast í kvikmyndaheiminum. Eiginlega svo sómi er að.

Tökum dæmi:

Fimm myndir eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Tilefningarnar voru kynntar í gær. Þar af eru þrjár í sýningu í Bíó Paradís um þessar mundir. Mexíkóska myndin Roma, japanska myndin Búðaþjófar og pólska myndin Kalt stríð.

Roma fær reyndar heilar tíu tilnefningar, líka sem besta kvikmynd – jafnvel þótt hún sé leikin á spænsku og  líka smávegis á máli frumbyggja í Mexíkó.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“