fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ólafur segir Steingrím kalla „niðurlægingu og smán“ yfir Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, óflokksbundinn þingmaður, sagði Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, kalla niðurlægingu og smán yfir Alþingi með því að leggja til afbrigði á þingskaparlögum um að kjósa tvo nýja varaforseta til að forsætisnefnd gæti vísað Klaustursmálinu til siðanefndar. Tillaga Steingríms var samþykkt með 45 atkvæðum gegn níu og er Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýkjörnir varaforsetar forsætisnefndar.

Þingmenn Miðflokksins og þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustursmálið, skutu föstum skotum á Steingrím og sögðu skipun varaforsetanna ekki standast lög eða stjórnarskrá.

Ólafur Ísleifsson, sem er einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur Bar 20.nóvember í fyrra, byrjaði ræðu sína á þingi nú síðdegis með því að segjast ekkert hafa að óttast:

„Ég tel mig ekkert hafa að óttast gagnvart siðanefnd. Til mín hafa ekki verið rakin ummæli sem eru meiðandi eða særandi í garð nokkurs manns. Ég hef ekki hallað orði á nokkurn mann,“ sagði Ólafur er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við tillögu Steingríms.

Því skal þó haldið til haga að þegar DV ræddi við hann áður en Klaustursupptökurnar voru birtar kannaðist hann ekki við að hafa fundað með Miðflokksmönnum, heyrist hann á upptökunum sem DV hefur undir höndum grínast með orðið „Cunt“ skömmu eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var kölluð „húrrandi klikkuð kunta“.

Sjá einnig: Ólafur segist hafa sagt „aunt“ en ekki „cunt“

Ólafur segir að Steingrímur sé með tillögu sinni að kalla smán og niðurlægingu yfir Alþingi:

„Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu. Og yfir sjálfan sig, blett á sinni forsetatíð. Og ég lýsi samúð minni með háttvirtum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hafa látið teyma sig út í þessar ógöngur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt