fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Gunnar Smári um meintan leigupenna Bjarna Ben: „Maður finnur til með Hannesi að vera fastur í þessu skítadjobbi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaforingi og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og meintur hugmyndafræðingur frjálshyggjunnar á Íslandi, eiga í hatrammri ritdeilu á Facebook þessi dægrin. Tilefnið virðist vera nektarmyndirnar í Seðlabankanum, sem fjarlægðar voru vegna kvartana starfsmanns.

Skotin ganga á milli þeirra, en Gunnar Smári skilur ekki af hverju samfélagið logar vegna ritskoðunar Seðlabankans og líkir þessu við umræðu um múslima í Danmörku:

„Þar hafa þingmenn sett það í lög að innflytjendur verði að taka í hönd á embættismanni af gagnstæðu kyni ef þeir vilja öðlast ríkisborgararétt til að sanna að þeir hafi aðlagast dönsku samfélagi. Á Facebook er ekki þverfótað fyrir fólki sem vill neyða starfskonur Seðlabankans að ræða við yfirmenn sýna undir myndum af nöktum konum þótt þær vilji endilega losna undan því. Líklega til að leggja áherslu á að það sé þeirra að aðlaga sig feðraveldinu. Í Danmörku er líka hávær krafa um að múslímsk börn fái skammtað svínakjöt í mötuneytum skóla, verði bara svöng ef þau geti ekki borðað það sem er í matinn. Eins og konunum á bara að líða illa undir myndunum og einræðum yfirmannanna. Ég skil ekki alveg hvers vegna má ekki taka þessar myndir niður ef þær trufla einhvern. Hvert er eiginlega málið?“

spyr Gunnar Smári.

Er Gunnar genginn úr múslimafélaginu ?

Hannes spyr á móti hvort Gunnar hafi gengið úr múslimafélaginu, sem hann gekk í um árið og minnist á verkalýðshreyfinguna, ofurlaun Gunnars Smára og innlimun Íslands í Noreg, líkt og Gunnar lagði eitt sinn til:

„Hinn alkunni verkalýðsleiðtogi Gunnar Smári Egilsson (6–7 milljónir á mánuði, á meðan hann var leigupenni auðjöfranna) ver hér á Facebook púritanismann í Seðlabankanum (niður með nektina) og múslima í Danmörku (ekki semja sig að siðum Dana, aðeins taka við bótum úr hendi þeirra). Er hann þá ekki genginn úr íslenska múslimafélaginu, sem hann gekk í um árið? Eru fleiri í verkalýðsforystunni, sem ætlar að hleypa öllu hér í bál og brand, í múslimafélaginu? Deila þeir skoðunum, sem margir múslimar hafa á réttindum kvenna, samkynhneigðra og annarra þeirra, sem eiga undir högg að sækja? Eða er hjálpræðið að ganga sem 20. fylkið í Noreg, eins og Gunnar Smári vildi um skeið? Þar starfar kristilegur flokkur, sem vill eflaust líka hylja alla ósiðlega nekt. Er þetta ef til vill angi af starfsemi hans? Við bíðum eftir svörum.“

Leigupenni Bjarna Ben

Þá svarar Gunnar Smári með því að minnast á hina frægu hrunskýrslu Hannesar sem kostaði ríkið 10 milljónir, og sakar prófessorinn um að ganga erinda Bjarna Benediktssonar með rógi um pólitíska andstæðinga á netinu:

„Ég var blessunarlega búinn að gleyma að Hannes Hólmsteinn væri til þegar hann rak inn trýnið á þráð á veggnum mínum. Ég renndi þá niður vegginn hans hér á Facebook og sá að hann er enn að launa Bjarna Ben tíu milljónirnar. Það sem Bjarni var að kaupa af Hannesi var ekki skýrslan (sem Bjarni hefur örugglega hent ólesinni) heldur að Hannes héldi áfram rógi sínum, illmælgi og dylgjum um pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Maður finnur til með Hannesi að vera fastur í þessu skítadjobbi. Og Bjarna líka, fyrir að geta ekki keypt betri róg af skárri manni. Hannes kallar Dag borgarstjóra til dæmis ætíð Dagur Bergþóruson Eggertsson Gnarrson. Fyrir hvern er þetta? Eru margir fimm ára í Sjálfstæðisflokknum? Veggurinn hjá Hannesi minnir mig á það þegar við æskufélagarnir fundum kassa með Íslenskri fyndni frá fjórða áratugnum í bílskúr heima hjá vini okkar. Við lásum og lásum og trúðum ekki okkar eigin augum. Var fólk í gamla daga svona tótalí steikt? Hver gat hlegið að þessu? Og þá af hverju? Hvað í sögunni á að vera fyndið? Ég hvet ykkur öll til að lesa vegginn hans Hannesar, þið borguðu fyrir þetta með skattinum ykkar svo þið eigið þetta skuldlaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“