fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar á flugvöllurinn í Vatnsmýri að vera horfin þaðan árið 2024. Enn hefur þó ekki verið fundinn staður fyrir hann, en horft er hýru auga til Vatnsmýrarinnar varðandi uppbyggingu á nýjum íbúðarhverfum, enda engin vanþörf á.

Á borgarráðsfundi í gær var stigið skref í átt að undirbúningi slíkrar uppbyggingar, þegar samþykkt var að sækja um til póstnúmeranefndar Íslandspósts hf., að Vatnsmýrin hlyti póstnúmerið 102, nánar tiltekið svæðið sunnan Hringbrautar.  Lagt var til að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 og að mörk við póstnúmerin 107 og 105 haldist óbreytt.

„Málið var sent til umsagnar og breytingin virðist fara nokkuð vel í flesta og eru margir mjög spenntir fyrir breytingunni. Málið fer nú inn á borð póstnúmeranefndar sem hefur síðasta orðið í þessu efni,“

segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, í vikulegum pósti sínum um málið.

Þarna talar borgarstjóri um að flestir hafi tekið vel í breytinguna, en þeir sem eru ósáttir eru íbúasamtökin Prýðisfélagið Skjöldur, sem mótmælt hafa breytingunni á póstnúmerinu. Í umsögn um málið er sagt að breytingin geti haft áhrif á húsnæðisverð, sem haldist í hendur við póstnúmer. Þá sé breytingin ótímabær, þar sem ekki verði séð að flugvöllurinn fari í fyrirsjáanlegri framtíð.

Íbúalýðræðið ekki virt

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og áheyrnafulltrúi Miðflokksins í borgarráði, lögðu fram bókun um málið þann 9. janúar, þar sem fram kom að það væri ekki í verkahring borgarráðs að breyta póstnúmerum, heldur póstnúmeranefnd Íslandspósts hf.

Þá hafi borgarráð kallað eftir sjónarmiðum íbúa og hægðarleikur hefði verið að koma til móts við íbúa, með því að:

„…breyta póstnúmerinu í 102 á Hlíðarenda og leyfa póstnúmerinu í Skerjafirði og vestan Njarðargötu að halda sér meðan flugvöllurinn er enn í Vatnsmýrinni. Íbúar í Skerjafirði hafa margítrekað komið þeim sjónarmiðum sínum á framfæri við borgaryfirvöld að óeðlilegt sé að breyta póstnúmeri hverfisins úr 101 í 102 til samræmis við Hlíðarendasvæðið.“

Nefnt er að íbúar telji að á meðan flugvöllurinn sé enn í Vatnsmýrinni sé ekki tímabært að breyta póstnúmerinu enda þá um tvö aðskilin hverfi að ræða sem sæki alla sína þjónustu á sitt hvort svæðið og eiga lítið sameiginlegt.

„Þá benda íbúar í Skerjafirði réttilega á að þeir sæki sína þjónustu í vesturbæinn sem tilheyrir póstnúmerinu 107 s.s. skóla, leikskóla, kirkju, sund, íþrótta- og tómstundastarf, frístundamiðstöðina í Frostaskjóli og félagsstarf eldri borgara. Það væri því nærtækara, ef nauðsyn krefur, að breyta póstnúmerinu frekar í 107 en ekki 102. Með því að borgaryfirvöld fari fram á breytingu á póstnúmeri Skerjafjarðar er farið þvert gegn vilja íbúa og sannar eina ferðina enn að allt tal meirihlutaflokkanna í borgarstjórn um íbúalýðræði er innantómt orðagjálfur á tyllidögum.“

Aðrar umsagnir um málið voru frá Knattspyrnufélaginu Val, Valsmönnum hf., Hlíðarfæti ehf. og lóðarhöfum E-reitar, en þær reyndust allar jákvæðar í garð breytingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“