fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn um lögmæti veggjalda: „Má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. janúar 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, vill vita hvort lántaka ríkissjóðs til að flýta samgönguverkefnum og fjármagna þau með veggjöldum, standist lög. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Hugmyndir eru uppi um að ríkið taki að láni 60-70 milljarða, sem yrðu greiddir niður með tekjunum af fyrirhuguðum veggjöldum. Einnig eru hugmyndir uppi um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar.

„Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“

segir Þorsteinn og krefst svara frá fjármálaráðuneytinu um hvort fyrirhuguð leið standist lög um opinber fjármál, en málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær, hvar Þorsteinn situr sem áheyrnafulltrúi:

„Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna. Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir,“

segir Þorsteinn og nefnir að fjármálaáætlun sé ætlað að ramma ríkifjármálin inn. Og ef fjármagna eigi umfangsmikil verkefni með öðrum hætti, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að efasemdir um lögmæti slíkrar fjármögnunar hafi komið fram, í kynningu formanns stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins fyrir stjórnmálaflokkana nýverið, en Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lýsti slíkum efasemdum sjálf í grein sinni í gær er hún spurði:

„Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“