fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Þarf umtalsverða aðkomu stjórnvalda „ef að menn ætla að koma í veg fyrir hörð átök á íslenskum vinnumarkaði“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 13:45

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menn eru bara að funda stíft og reyna að finna einhvern flöt á þessu máli, segir Vilhjálmur Birgisson, varaforseti ASÍ og formaður Verkalýðsfélags Akraness,  í samtali við Eyjuna. Næsti fundur VLFA, VR og Eflingar við atvinnurekendur fer fram á mánudaginn. Hann segir að það beri enn mikið í milli. „Þeir vilja gera róttækar breytingar á vinnumarkaðnum var varðar vinnutímana. Taka af okkur kaffitímana og svo framvegis, eitthvað sem okkur hugnast alls ekki.“

Hann gat ekki tjáð sig um innihald samningaviðræðnanna þar sem hann er bundinn trúnaði, gat hann því ekki svarað hvort þar hefði verið rætt um úrskurð kjararáðs um launahækkun upp á mörg hundruð þúsund krónur. Vilhjálmur gat því heldur ekki svarað hvort það væri talað um krónutölur eða hvort það væri verið að tala um prósentur við samningaborðið, en eins og Vilhjálmur hefur margoft bent á þá hækka hæstu laun margfalt á við lægstu laun þegar notast er við prósentureikning.

Vilhjálmur segir ábyrgðina mikla, hjá verkalýðshreyfingunni, atvinnurekendur og líka hjá stjórnvöldum:

„Aðkoma stjórnvalda að þessari deilu þarf að vera umtalsverð ef að menn ætla að koma í veg fyrir hörð átök á íslenskum vinnumarkaði.“

Það hefur verið talað um að verið sé að nota atvinnurekendur sem peð til að koma stjórnvöldum að borðinu, er það rétt?

„Alls ekki. Það er ekki verið að nota atvinnurekendur sem einhver peð í þessu samhengi. Það liggur fyrir að þær launahækkanir sem við höfum náð fram á liðnum árum og áratugum hafa verið hirtar með skattkerfisbreytingum og skerðingum barnabóta með stjórnvaldsaðgerðum. Þar af leiðandi er ekkert óeðlilegt að við gerum þá skýlausu kröfu að þessum ávinningi verði skilað.“

Vilhjálmur vonar að það verði hægt að ganga frá kjarasamningi án þess að það komi til verkfalls, talar hann um hörð verkfallsátök.

Hversu hörð verkfallsátök erum við að tala um?

„Við skulum átta okkur á þessu. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verkafólk ekki farið í verkfall á þessari öld. Hér eru 20-25 ár síðan verkafólk beitti verkfallsvopni sínu, á meðan hafa opinberir starfsmenn verið duglegri við að beita þessum rétti. Það er alveg ljóst að ef það kemur til verkfallsátaka, sem maður vonar að verði algjör neyðarlending, þá verða það hörð átök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“