fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Hagar hafna Jóni Ásgeiri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. janúar 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, var ekki kosinn í stjórn Haga, á hluthafafundi í dag. Jón bauð sig fram ásamt sjö öðrum, en stjórnin telur fimm manns. Hagar reka verslanir Bónus og Hagkaupa, og er stærsta smásölufyrirtæki landsins. Kjarninn greinir frá.

Tilnefninganefnd mælti með að Davíð Harð­ar­son, Eiríkur S. Jóhanns­son, Erna Gísla­dótt­ir, Katrín Olga Jóhann­es­dóttir og Stefán Árni Auð­ólfs­son tækju sæti í stjórninni og gekk það eftir. Er þetta í fyrsta skipti sem slík tilnefningarnefnd leggur fram tillögu um stjórnarmenn, en nefndin tók til starfa í fyrrahaust.

Erna verður stjórnarformaður og Davíð varaformaður stjórnar.

Hagar héldu utan um verslunarrekstur Bónuss og Hagkaupa og voru í eigu Baugs Group, og síðar Gaums. Jón Ásgeir hefur ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálmadóttur unnið af því að eignast hlut í Högum að nýju, eftir að hafa misst félagið í hendur kröfuhafa eftir hrun, þegar Baugur varð gjaldþrota.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda