fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Segja Hreiðar Má og Magnús hafa notað sig í svikamyllu: „Litum á ykkur sem við­skipta­fé­laga og „vin­i“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 14:22

Magnús Guðmundsson, Karen Millen, Kevin Stanford og Hreiðar Már Sigurðsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Stanford og fyrrum eiginkona hans, Karen Millen, sem voru meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings banka fyrir hrun, birta á Kjarnanum opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum stjórnenda bankans, hvar þeir eru sakaðir um þjófnað, ýmsa fjárglæfrastarfsemi og að hafa notað þau í „svikamyllu“.

„Við unnum með Kaup­þingi frá árinu 2001 og litum á ykkur sem við­skipta­fé­laga og „vin­i“. Þann 6. ágúst 2008 mis­not­uðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í sam­særi með Deutsche Bank til að lækka skulda­trygg­ing­ar­á­lag Kaup­þings. Við vorum nauð­syn­leg í svik­unum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Saka­mála­rann­sóknin sem fylgdi í kjöl­farið skað­aði orð­spor okkar og mögu­leika okkar til að stunda áfram við­skipti,“

segir meðal annars í bréfinu, hvar vísað er til fjölda gagna og upptaka af samtölum, sem fjallað verður um nánar síðar.

Þar er Magnús einnig sakaður um að hafa keypt skuldabréf í nafni Karenar án hennar vitneskju.

Seðlabankafléttan

Einnig segir að Hreiðari Má hafi tekist að plata Seðlabanka Íslands til að veita Kaupþingi lán, sem aldrei var borgað til baka og því hafi hann stolið af íslensku þjóðinni. Því sé það kaldhæðnislegt að þjóðin skuli fjármagna hótelin þeirra Hreiðars og Magnúsar, í gegnum ríkisbankana:

„Þann 6. októ­ber 2008 tókst þér, Hreið­ar, á ótrú­legan hátt að plata Seðla­banka Íslands til að lána Kaup­þingi 500 milljón evrur þegar þú vissir að Kaup­þing var gjald­þrota; þú not­aðir svo 171 milljón evrur af pen­ingum landa þinna til að borga niður skuld Kaup­þings í Lúx­em­borg við Lindsor Hold­ings Cor­poration (skjal 9) til að und­ir­búa yfir­töku þína á Kaup­þingi í Lúx­em­borg (greiðslu­stað­fest­ing, skjal 10). Seðla­banki Íslands end­ur­heimti aldrei þessar 171 milljón evrur sem þú milli­færðir til Lúx­em­borg­ar.“

„Það er líka kald­hæðn­is­legt að eftir að þið stáluð (171 milljón evr­um) af íslensku þjóð­inni, sem myndi duga til að borga fyrir nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús, til að fjár­magna hug­myndir ykkar um að kaupa Kaup­þing í Lúx­em­borg, þá heldur íslenska þjóðin áfram að fjár­magna hót­elin ykkar í gegnum rík­is­bankana, Lands­banka og Íslands­banka. Það er líka ótrú­legt að Stefnir hf., dótt­ur­fé­lag Arion banka (sem áður hét Kaup­þing hf.), hafi fjár­fest í hót­el­verk­efnum ykk­ar.“

Þá er tekið fram að þeir Hreiðar Már og Magnús lifi á peningum vegna „Kaupthinking“ sem geymdir séu á leynilegum bankareikningum eiginkvenna þeirra í Sviss.

Að lokum er þeim Hreiðari og Magnúsi boðið að hrekja bréfið:

„Við bjóðum ykkur að hrekja ásak­anir okk­ar, og ef þið getið það ekki, þá virð­ist það liggja fyrir að í þessu til­tekna til­viki borgi glæpir sig á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“