fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Páll um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar: „Hugsanlegt tilefni er auðvitað fyrirferð Ríkisútvarpsins“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 09:43

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugsanlegt tilefni er auðvitað fyrirferð Ríkisútvarpsins almennt á þessum markaði. Það barst nú talsvert af kvörtunum yfir því hvernig Ríkisútvarpið gekk fram í auglýsingamálum í tengslum við HM í fótbolta. Svo hefur, af einhverjum ástæðum, stofnunin móast við að framfylgja þeim laga áskilnaði að aðskilja beri samkeppnisrekstur stofnunarinnar og almannaþjónustu,“

segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri við Fréttablaðið, um af hverju Ríkisendurskoðun hyggst ráðast í stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Úttektin mun taka til reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV og er sú fyrsta sem gerð er á stofnuninni í 24 ár, en úttektin er gerð að frumkvæði Ríkisendurskoðunar, sem hefur ekki viljað upplýsa um tilefnið til þessa.

„Það er líka á það að líta að þetta kemur á sama tíma eða rétt áður en mennta- og menningarmálaráðherra leggur fram boðað frumvarp um að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla á markaði. Og í því frumvarpi hlýtur að vera gert ráð fyrir því að það verði með einhverjum hætti minnkuð fyrirferð Ríkisútvarpsins. Sérstaklega sem snýr að auglýsingamarkaði,“

sagði Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda