fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Klaustursflokkarnir bæta við sig fylgi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru einu flokkarnir sem bæta við sig fylgi í nýrri könnun MMR, þó innan vikmarka, fylgi þeirra féll talsvert í kjölfar Klaustursmálsins. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna og helst nær óbreytt frá síðustu mælingu sem lauk 11. desember. Samfylkingin mældist með 15,0% fylgi, sem er tæplega tveimur prósentustigum minna en flokkurinn mældist með í síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Vinstri grænna um rúmlega eitt og hálft prósentustig.

Fylgi Miðflokksins jókst um eitt prósentustig og mælist nú 6,9%, það er þó öllu minna en þau nærri 13% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, en fylgi flokksins hrapaði í kjölfar Klaustursmálsins, en þar heyrðust þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins tala um pólitísk hrossakaup ásamt því að hæðast og baktala ótal einstaklinga og samstarfsmenn á þingi, meðal annars með orðunum „kunta“ og „tík“. Tveir þingmenn Miðflokksins eru í leyfi og tveir þingmenn Flokks fólksins voru reknir úr flokknum.

Fylgi Flokks fólksins jókst um tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingum og mælist nú  6,7%. Í síðustu könnun náði flokkurinn ekki inn manni, hafði fylgið hrunið nokkuð í kjölfar Klaustursmálsins.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 40,3% í síðustu mælingu.

Fylgi Pírata mældist nú 13,8% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 11,7% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,8% og mældist 8,5% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 4,6% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd var dagana 4.-14. janúar. 2061 einstaklingur svaraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda