fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Eyjan

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 17:30

Samsett mynd DV. Skjáskot af Youtube. George Leite leikur Hans Jónatan í heimildamyndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn hárprúði ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur löngum verið talinn afkomandi Hans Jónatans, blökkumanns sem fæddist sem þræll á eyjunni St. Croix í Karíbahafi árið 1784 og flutti síðar til Djúpavogs eftir að hann öðlaðist frelsi í Kaupmannahöfn.

Þetta er meðal annars fullyrt á Wikipedia-síðu um Davíð.

RÚV sýndi í gær íslenska heimildamynd um ævi hans Hans, Hans Jónatan-maðurinn sem stal sjálfum sér, sem er byggð á samnefndri bók Gísla Pálssonar, prófessors um ævi Hans Jónatans.

Í Morgunblaðsgrein frá árinu 1994 var þetta borið undir Davíð, sem sagðist kannast við þetta og er hann sagður hafa haft gaman af spurningunni. Sagði hann þar að Valgerður Haraldsdóttir föðuramma hans, fædd 1879, hefði verið dökk á hörund „svo með ólíkindum var af íslenskri konu.“

Þá var þess einnig getið í bók Stefáns Jónssonar, Að breyta fjalli, frá 1987, að Davíð gæti verið afkomandi Hans Jónatans.

„Davíð Oddsson og dularfulli kynblendingurinn“

Löngum hafa hinir krulluðu hárlokkar Davíðs verið nefndir sem sönnun skyldleikans, en í grein DV frá árinu 1994 sem ber heitið „Davíð Oddsson og dularfulli kynblendingurinn“

er þessi „kynblendingskenning“ að mestu leyti hrakin.

Þar er sagt að ekkert í heimildum um ættir Davíðs eða Valgerðar gefi minnstu vísbendingu um að Davíð sé einn af niðjum Hans Jónatans:

„Eins og „kynblendingskenningin“ hefur verið sett fram á prenti (í bók Stefáns Jónssonar og Morgunblaðsgreininni) er því einungis slegið föstu að Davíð sé afkomandi Hans Jónatans, en ekkert um það sagt hvernig tengslunum er háttað.“

Þar eru möguleikarnir reifaðir og sagðir aðeins tveir, að amma Valgerðar hafi átt dóttur sína með syni Hans Jónatans, framhjá eiginmanni sínum. Hinn möguleikinn sé að móðir Valgerðar hafi átt Valgerði framhjá eiginmanni sínum, með einhverjum barnabörnum Hans Jónatans.

Þá er vikið að því að ekki hafi tekist að rekja þessar sögusagnir um Davíð Oddsson með niðjum Hans Jónatans, sem kannast ekkert við slíkar sögusagnir áður en að bók Stefáns, sem vikið var að hér að ofan, hélt þessu fram, árið 1987.

Hafi slíkar sögur gengið, væri skrítið að þær hefðu ekki varðveist, enda um áberandi og umtalaða frammámenn í sínu héraði að ræða.

Að lokum er látið að því að um misskilning sé hugsanlega að ræða, byggðan á því að ekkja Hans Jónatans, Katrín, hafi gifst Birni Gíslasyni, sem giftist aftur eftir að Katrín lést. Kvæntist hann Þórunni Eiríksdóttur og bjó á Búlandsnesi til dauðadags árið 1882:

„Tveimur árum fyrir dauða Björns og ári eftir að Valgerður fæddist fluttu foreldrar hennar, Haraldur Briem og Þrúður Þórarinsdóttir, að Búlandsnesi sem mótbýlingar Björns. Eftir dauða Björns átti Haraldur tvo syni fram hjá konu sinni en með ekkju Björns, Þórunni. Þessir hálfbræður Valgerðar voru því synir Þórunnar, sem var seinni kona Björns, en hann var seinni maður Katrínar sem upphaflega var kona Hans Jónatans. Ekki er ólíklegt að Stefán eða hugsanlegur heimildarmaður hans hafi misskilið þennan gang mála á þann veg að forsætisráðherrann sé afkomandi Hans Jónatans,“

segir í greininni.

DNA-greining

Fyrir ári síðan raðaði Íslensk erfðagreining saman erfðamengi Hans Jónatans úr bútum af litningum 182 afkomenda hans Hans.

„Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum að púsla saman um 38% af þeim litningum sem hann fékk frá móður sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns,“

sagði í tilkynningu frá ÍE.

Þannig ætti að vera hægt að sannreyna kenninguna um meintan skyldleika Davíðs, með DNA-prófun, sé einhver áhugi á því.

Davíð og „múlattinn“

Davíð ritaði grein í Morgunblaðið í aðdraganda forsetakosninganna 2016, hvar hann var í framboði. Í greininni kallaði hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, „múlatta“ sem fór misvel í fólk, enda orðið sagt vera niðrandi í garð litaðs fólks.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“