fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Segir lífeyrissjóðakerfið of dýrt – Skoðar lækkun iðgjalda gegn hærri launum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill gera „gagngerar breytingar“ á lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir kerfið of dýrt fyrir fyrirtæki sem haldi niðri launum. Hann segir verkalýðsfélögin tilbúin til þess að skoða lægri iðgjöld gegn því að laun verði hækkuð í kjarasamningum. Morgunblaðið greinir frá.

„Sé litið á ávöxt­un­ar­kröf­una á hag­kerfið út frá inn­lend­um eign­um líf­eyr­is­sjóðanna eru þær á fimmta þúsund millj­arðar og hærri en lands­fram­leiðslan. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir taka því bróðurpart­inn af hag­vext­in­um til sín í kröfu á ávöxt­un sjóðakerf­is­ins. Það er meðal ann­ars gert með því að halda uppi vaxta­kostnaði al­menn­ings af hús­næðislán­um og með því að halda uppi álagn­ingu í smá­sölu­fyr­ir­tækj­um sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga. Þetta ger­ist líka með því að lækka kaup­gjaldið,“

segir Ragnar Þór og minnir á að mótframlag atvinnurekenda hafi hækkað um 3,5 prósent síðustu árin í 11,5 prósent. Iðgjald launamanns er nú 4 prósent og framlagið í lífeyrissjóð er því alls 15,5 prósent.

Ragnar segir að með þessari hækkun eigi lífeyrisréttindi að vera komin í 72-76 prósent af meðallaunum ef miðað sé við 40 ára inngreiðslutíma, en hlutfallið var 56 prósent:

„Hins vegar verður þessi breyting ekki komin fram að fullu fyrr en eftir 40 ár. Eftir þessa hækkun getur iðgjald til söfnunar lífeyrisréttinda orðið allt að 21,5%, að teknu tilliti til framlags í séreignarsjóði, sem getur verið allt að 6%, eða 2-4% frá launþegum og 2% frá atvinnurekendum,“

segir Ragnar og að slík viðbót gefi um 18,6-28 prósent réttindi ef reiknað er á sama grunni og gert sé með samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda