fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Útgáfu afmælisbókar um Jón Baldvin frestað

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, verður áttræður þann 21. febrúar næstkomandi. Af því tilefni hugðist hann gefa út bók með ræðum sínum, ritum og greinum um „frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar.“

Gafst velunnurum hins aldna leiðtoga íslenskra jafnaðarmanna eins og hann er nefndur, þess kostur að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni útgáfunnar og fá bókina á forlagsverði í staðinn, eða 6000 krónur.

Babb í bátinn

Undanfarna daga hefur fjöldi kvenna lýst slæmri reynslu sinni af samskiptum við Jón Baldvin, bæði sem ungar stúlkur og fullorðnar konur, allt frá árinu 1967 og af því tilefni hefur útgáfu bókarinnar um Jón Baldvin verið frestað um óákveðinn tíma.

Þetta staðfesti Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu við Eyjuna. Bókin var langt komin, en ekkert var fjallað um ósæmilegar bréfaskriftir Jón Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu Jóns, í bókinni, en bréfin komust upp á yfirborðið árið 2012 þegar þau voru birt í Nýju lífi ásamt viðtali við Guðrúnu.

Jón Baldvin baðst opinberlega afsökunar á bréfinu og bar við dómgreindarbresti.

Jón Baldvin hugðist sem stundakennari við Háskóla Íslands kenna námskeið um stöðu smáþjóða í alþjóðakerfinu árið 2014. Eftir að femínistar og aðrir kennarar HÍ mótmæltu ráðningu Jóns, vegna bréfaskrifanna við Guðrúnu, var hætt við ráðningu hans. Eftir að Jón hótaði HÍ lögsókn í blaðagrein, greiddi HÍ honum hálfa milljón í bætur og baðst afsökunar á málsmeðferðinni. Féll Jón frá málshöfðuninni.

Hætti við forsetaframboð 2012

Í bók Karls Th. Birgissonar um Ólaf Ragnar Grímsson, Alltaf einn á vaktinni, frá árinu 2016, er fjallað um forsetakosningarnar árið 2012. Þar var Jón Baldvin sagður íhuga framboð snemma árs, þar sem Ólafur Ragnar hafði tilkynnt um að hann ætlaði ekki fram aftur, sem svo síðar breyttist:

„Eftir samráð við fjölskyldu sína og fleiri ákvað Jón Baldvin að stefna að því markmiði að verða næsti forseti Íslands.

Umfjöllun tímaritsins Nýs lífs í febrúar um óviðurkvæmileg samskipti Jóns Baldvins við systurdóttur eiginkonu hans, Bryndísar Schram, varð hins vegar til þess að setja þessi áform í uppnám. Jón Baldvin hætti við framboðið.

Nánasta fjölskylda Jóns velti fyrir sér hvers vegna þetta mál kom upp á yfirborðið nákvæmlega á þessum tíma – enda hafði það verið lengi á margra vitorði og jafnvel á borði lögreglunnar um skeið – og taldi í alvöru að ein ástæðan gæti verið að koma í veg fyrir fyrirhugað forsetaframboð Jóns.

Ekki verður lagður dómur á þá skýringu hér, en altjent varð niðurstaðan sú að Jón Baldvin varð ekki forsetaframbjóðandi árið 2012 frekar en 1996. Í þetta skipti ekki vegna skoðanakannana, heldur umfjöllunar fjölmiðla um persónuleg málefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda