fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Segir tillögu einkennast af óskhyggju um misferli: „Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt,“

segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag um braggamálið. Hún segir engin rök eða staðreyndir á bak við tillögu Vigdísar og Kolbrúnar, sem einkennist af pólitískum ofsa:

„Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa.“

Þarf ekki að segja af sér

Kolbrún telur ekki að borgarstjóri eigi að segja af sér vegna málsins þó svo hún telji að braggamálið sé dæmi um „óstjórnlegt bruðl“ og „vítaverðan skort á eftirliti“ í stjórnsýslunni:

„Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert.“

Kolbrún amast þó við að borgarstjóri hafi ekki vikið sæti úr þriggja manna nefnd sem samanstóð af honum, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Hildi Björnsdóttur:

„Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni.“

Að koma sér undan ábyrgð

Kolbrún segir viðbrögð borgarstjóra ekki koma á óvart, slíkt eigi gjarnan við um stjórnmálamenn:

„Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda