fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Launasjóður listamanna: „Rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Launasjóðs listamanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ástæða er talin til að árétta að rafrænar umsóknir séu ekki lögformlega marktækar „fyrr en þær hafi verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti.“

Tilefnið er sagt vera umræðan í kjölfar úthlutunar sjóðsins fyrir helgi, en þar undruðust margir að Einar Kárason rithöfundur, skyldi ekki vera meðal þeirra sem fengu listamannalaun.

Sjálfur sagði Einar frá því á Facebook að hann hefði fyllt út umsókn þann 24. september, eftir að Einar fékk póst frá formanni nefndarinnar um að engin umsókn hefði borist frá honum og að Einar væri „maður að meiri“ ef hann greindi frá því.

Stjórn Launasjóðs listamanna sér í kjölfarið ástæðu til að minna á reglur sjóðsins varðandi umsóknir:

Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.

Umsóknarkerfi listamannalauna er að þessu leyti sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. Um meðferð umsókna segir í 6. gr. reglugerðar um listamannalaun:  „Við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skulu úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.“

Stjórn ítrekar fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna.

Bryndís Loftsdóttir

Formaður stjórnar Launasjóðs listamanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda