fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

432 – 202

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg rétt sem Theresa May sagði eftir að Brexit-samningur hennar var felldur með yfirgnæfandi meirihluta í breska þinginu:

Þingmennirnir vita hvað þeir vilja ekki, en þeir vita ekki hvað þeir vilja.

Hún hittir algjörlega naglann á höfuðið. Það sama virðist reyndar eiga við um þjóðina líka.

En þarna er líka skýringin á því hvers vegna er nánast ómögulegt að finna einhverja lausn á málinu. Í atkvæðagreiðslunni í kvöld greiddu bæði hörðustu andstæðingar Evrópusambandsins og þeir sem vilja fyrir alla muni að Bretland verði áfram í ESB atkvæði á móti.

May getur farið aftur til Brussel og beðið um betri samning, kannski fær hún einhverja eftirgjöf, varla þó mikla, en það er nákvæmlega engin trygging fyrir því að málið fari öðruvísi. Jafn líklegt er að næsta útgáfa af samningi yrði líka felld og svo koll af kolli. May virkaði uppgefin í þinginu í kvöld.

Málið er í hörðum hnút. Jeremy Corbyn boðar vantrauststillögu á May sem verður tekin fyrir í þinginu á morgun. Að líkindum verður hún felld. Íhaldsflokkurinn vill ekki fara í kosningar þótt stór hluti hans hafi gert uppreisn gegn forsætisráðherranum.

Reyndar er vandséð væru einhvers konar lausn. Corbyn hefur verið jafn tvístígandi gagnvart Brexit og þingheimur. Í hjarta sínu er hann hallur undir Brexit. Er líklegt að hann geti skilað betri samningi og fengið hann samþykktan?

Besta ráðið núna virðist vera að fá sem lengstan frest á útgöngunni – en það er líklega ekki í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn