fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Hvar er best að búa á Íslandi? – Reykjavík í 21. sæti

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Viðskiptaráðs Íslands má finna reiknivél sem reiknar út hvar hagstæðast sé að búa, að gefnum ákveðnum forsendum. Ef miðað er við hjón með samanlagðar tekjur upp á eina milljón krónur fyrir skatt, í 100 fermetra húsnæði, með eitt barn í leikskóla og annað í grunnskóla, kemur í ljós að í samanburði við landsmeðaltal sé best að búa í Hvalfjarðarsveit.

Verst væri að búa í Vesturbyggð, en Reykjavík er í 21. sæti af 74 sveitarfélögum, en miðað er við rekstrartölur og skattprósentur ársins 2017.

Reykjavík er eitt 58 sveitarfélaga sem er með lögbundna hámarks útsvarsprósentu, 14,52 % en lágmarkið er 12,44%.

Mesta skattheimtan í Reykjavík

Samkvæmt skýrslu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er skattheimta í Reykjavík sú mesta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Miðað er við hlutfall af tekjum íbúa sem fer í skatta, samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2018, en íbúar Reykjavíkur greiða 10.9 prósent samkvæmt skýrslunni.

Íbúar Seltjarnarness greiða hlutfallslega minnst, eða 7.4 prósent.

Rekstur tólf stærstu sveitarfélaga landsins er borinn saman í skýrslunni og er niðurstaðan sú að þau sveitarfélög sem komi best út, taki hlutfallslega minnst til sín í formi skattheimtu.

Samkvæmt skýrslunni er því  hærri skattheimta ekki endilega forsenda betri þjónustu, eða rekstrargrundvallar, hjá viðkomandi sveitarfélagi. Til dæmis er Seltjarnarnes í þriðja sæti í rekstrarsamanburði hjá SA og Reykjavíkurborg er í tíunda sæti.

„Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær koma best út þegar fjárhagsstaða sveitarfélaganna er borin saman, en Reykjanesbær, Reykjavík og Hafnarfjörður verst. Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Akureyri, Fjarðabyggð og Reykjavík taka hlutfallslega mest til sín,“

segir í skýrslu SA.

Þá segir einnig að ódýrast sé fyrir einstakling að búa í Garðabæ, ef miðað er við skatta og gjöld sveitarfélaganna. Dýrast er að búa í Árborg, en munurinn er ríflega 180 þúsund krónur á ári.

Þá er Reykjavík með næstverstu fjárhagsstöðuna af 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Skuldsettustu sveitarfélögin eru Hafnarfjörður, Reykjavík og Reykjanesbær.

Þau þrjú sveitarfélög sem eru talin með bestu fjárhagsstöðuna eru Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda