fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Drífa og Konráð tókust á – Ekki hægt að miða kjarabaráttunna við meðalneyslu meðaljóns

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stál mætti stáli þegar Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, ræddu kjaramál í þætti Bjartar Ólafsdóttur,  Þingvellir á K100.

Eyjan hefur áður fjallað um skoðanir Konráðs S. Guðjónssonar á hugmyndum um jöfnuð. Í grein Konráðs sem birtist á vef Viðskiptaráðs eftir áramótin efaðist hann um að jöfnuður væri eftirsóttur. Í samtali við Björt hélt hann því fram að tilgangur greinarinnar hefði afbakast í umfjölluninni. „Jöfnuður er þess efnis að þú vilt ekki að einhver einn eigi allt og fái allar tekjurnar. Alls ekki. Vilt samt ekki að allir séu alveg 100 prósent jafnir. Það er einhver millivegur.“

„Það ef afstaða sem ég held að geti verið hættuleg til lengdar ef það er ekki þannig að það sé einhver hvati til að stofna fyrirtæki, fjárfesta og svo framvegis. Ekki það að það sé bara hinn fjárhagslegi hvati sem skipti máli, en staðreynd málsins er að hann skiptir máli og það verður að vera einhver auka gulrót til þess að fólk taki til dæmis áhættu og svo framvegis.“

Sjá einnig: Segir kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar líklegar til að skerða lífskjör og efast um að jöfnuður sé eftirsóknarverður

Kröfur kjarabaráttunnar eru á villugötum, eða svo telur Konráð. Krafan um lágmarksframfærslu byggist á neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins sem gefi ekki rétta mynd af eiginlegri lágmarksframfærslu. „Vandinn er sá að þetta viðmið byggir á neyslu meðaljónsins. Sá sem er í miðjunni, sá sem er í miðgildinu og það gefur augaleið að það gengur ekki upp að það megi enginn vera fyrir neðan þann sem er í miðjunni því þá getur verið erfitt að hafa einhvern fyrir ofan líka. Er krafan þá algjör jöfnuður? Maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Konráð og bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi sjálft gefið út að neysluviðmiðið sé ekki endanlegur mælikvarði á dæmigerða framfærslu.

Drífa Snædal hafnar því að farið sé fram á  algjöran jöfnuð í kjarabaráttunni. Hún bendir jafnframt á neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins geri ekki ráð fyrir húsnæðiskostnaði. Það hljóti að vera hógvær krafa að hægt sé að draga fram lífið á lægstu launum. „Að einhverju leyti er verið að snúa út úr kröfugerðunum því ef maður les kröfugerðirnar og skynjar það sem verið er að krefjast raunverulega þá er það að geta lifað af laununum sínum. Það er ekki sérlega róttæk krafa.“, segir Drífa og bætir við:  „Það sem mér hefur fundist mjög mjög ábótavant, þegar fólk gagnrýnir þessar kröfur, er enginn skilningur á stöðu fólk sem er á lægstu laununum, né tilraunir til þess að koma með tillögur þar að lútandi.“

Hópur sem getur skammtað sér lægri skatta

„Það sem við höfum líka sagt í þessu ferli er að það þarf að blanda saman launahækkunum, blanda saman skattkerfisbreytingum og nýta skattkerfið sem jafnlaunatæki.“ Til að auka jöfnuð segir Drífa að hægt sé að afla og færa til skatttekjur með ýmsum hætti. Skattakerfi eigi að vera fjölþrepa, skatteftirlit hert og fjármagnstekjuskattur hækkaður.

„Hér í samfélaginu okkar er hópur sem getur í rauninni skammtað sér lægri skatta með því að taka tekjurnar út úr einkafélögum til dæmis. Það er alveg hrópandi ósanngirni í því að skattar hafi hækkað á lægstu tekjuhópanna á meðan við lifum ennþá í samfélagi þar sem sumir einstaklingar eru að skammta sér milljónir og milljarða.“

Bendir hún jafnframt á að krafan um hærri fjármagnstekjuskatt sé ekki einskorðuð við íslenska kjarabaráttu heldur sé hún alþjóðleg, nýir tímar séu komnir með nýjum kröfum. „Það á enginn að vera undanskilinn því að greiða í sameiginlega sjóði,“ segir Drífa og vísar til þess að tekjuháir aðilar geti sótt tekjur sínar til fyrirtækja sinna og sloppið þar með við að greiða tekjuskattinn og greitt þess í stað mun lægri fjármagnstekjuskattinn.

Drífa segir að þegar talað sé um jöfnuð þurfi að tala um launabilið, en sú umræða hafi aldrei komist á flug síðustu misseri. Drífa vísar þar til bilsins á milli lægstu og hæstu launa hjá atvinnurekendum. „Tökum sem dæmi ríkið. Ríkið sem atvinnurekandi hefur farið fremst í flokki með að auka misrétti meðal þeirra sem taka laun frá ríkinu,“ segir Drífa og vill að ríkið setji sér launastefnu um hvað sé sanngjarnt og að launabilið sé starfsmönnum sýnilegt. „Þol okkar fyrir launamisrétti hefur aukist mikið í gegnum tíðina.“  Sumir opinberir starfsmenn hafi hækkað um því sem nemi lágmarkslaunum í landinu síðustu misseri. „Það er ólíðandi.“

Þar sem Kjararáð hefur verið lagt niður hafi verið sett lög um hvernig laun kjörinna fulltrúa verði framvegis ákvörðuð, en samkvæmt þeim lögum verði strax í sumar hægt að hækka launin frekar og kjörnir fulltrúar hafi ekki gagnrýnt það fyrirkomulag með sama hætti og þeir gagnrýndu ákvarðanir Kjararáðs. „Nú heyrist ekki múkk í þeim,“ segir Drífa og finnst óþolandi að á meðan opinberir starfsmenn hafi sumir hverjir tekið við slíkum hækkunum, að þeir sömu séu að gagnrýna kjarabaráttuna.

Frysta laun kjörinna fulltrúa

Þó þau séu ekki sammála um margt, þau Konráð og Drífa, eru þau þó sammála um að laun kjörinna fulltrúa ættu að haldast óbreytt næstkomandi ár. „Þannig að þau sitji í skammakróknum,“ segir Konráð. Drífa segir kröfur hafa lútið bæði að því að launin gangi til baka eða að þú skyldu fryst til ársins 2021.

Óhjákvæmlega barst umræðan að sölu bankanna. Drífu finnst öll sú umræða vera til þess fallin að afvegaleiða kjarabaráttuna. „Handritið er nokkurn veginn þannig: „Það er ómögulegt að ríkið sitji á svona miklum eignum. Það er hægt að selja þetta til að fjármagna Landspítalann eða vegaframkvæmdir eða heilbrigðiskerfið eða einhverja innviði. Svo þegar kemur að því að selja er orðið mikilvægara að losa eignina en að fá gott verð fyrir hana því það er svo mikilvægt fyrir einhverja. Síðan skilar verðið sér ekki í Landspítalann, vegakerfið og svo framvegis“,“ hún segir sömuleiðis erfitt að skilja að þessi umræða sé tekin núna og staðreyndin sé sú að bankarnir séu að skila þjóðarbúinu arði. Í raun hafi ríkisstjórnin með þessu móti tekið stöðu með fjármagnseigendum frekar en fólkinu í landinu.

Drífu finnst gagnrýnisvert að fjölmiðlar taki afstöðu með atvinnurekendum í kjaramálum. „Það er töluverður munur á því þegar verkalýðsleiðtogar eru stóryrtir eða þegar leiðarahöfundar blaða, sem gefa sig út fyrir að vera hlutlaus fara svona grímulaust inn í þessa baráttu. Það er mjög merkilegt að verða vitni að því.“

Konráð spyr þá á móti:

„Er það ekki einfaldlega vegna þess að kröfurnar ganga ekki upp eins og er búið að sýna. Það gengur ekki upp að allir séu í miðgildis útgjöldum?“

Drífa segir að það sé ekki hægt að snúa út úr umræðunni með því að segja að kröfurnar gangi ekki upp heldur þurfi að sýna kröfunum skilning og hugsa í lausnum: „Aftur bendi ég á að það er ekki hægt að segja að kröfurnar gangi ekki upp heldur þarf að hlusta á kröfurnar. Hlusta á hvað er undirliggjandi og koma með lausnir, af því að vandinn er til staðar og við þurfum að finna lausn á honum.“

Konráð telur óframkvæmanlegt að fallast á kröfur verkalýðshreyfinganna án þess að það hefði alvarlegar samfélagslegar afleiðingar: „Ég nánast þori að fullyrða að enginn fyrirtækjaeigandi geti séð fram á það til dæmis að það sem verið er að fara fram á geti gengið án þess að það þurfi að segja upp fólki eða hækka verð.“

„Við erum búin að vera að takast á við þennan launakostnað með hagræðingu. Höfum forðað okkur frá því að segja upp fólki og náð að halda aftur að verðinu síðustu ár. En nú er bara komið STOPP.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran