fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Viðgerðarkostnaðurinn mun enda í 1,4 milljörðum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. janúar 2019 08:51

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðgerðarkostnaður á húsnæði fjármálráðuneytisins mun verða um 1,4 milljarðar þegar framkvæmdum lýkur seinni hluta þessa árs. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. RÚV greinir frá.

Framkvæmdir hófust árið 2013 og er um allsherjarumbætur að ræða, þar sem húsið hafi fengið lítið viðhald undanfarna áratugi og ástand þess eftir því, bæði að innan og utan.

 „Framkvæmdir við húsið hafa farið eftir lögum nr. 84/2001, um skipan opinberra framkvæmda, auk þess sem verkið var boðið út í samræmi við lög nr. 120/2016, um opinber innkaup. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur haft umsjón með hönnun og eftirliti með framkvæmdunum,“

segir í svarinu.

Öll starfsemi fjármálaráðuneytisins mun verða undir sama þaki eftir að framkvæmdum lýkur, en starfsemin er nú á þremur stöðum. Kostnaðurinn er þegar kominn í 860 milljónir en þriðji og síðasti áfanginn mun kosta um 560 milljónir og heildarkostnaður því um 1,4 milljarðar.

Kostnaður í samhengi við nýjan Landspítala

Sigmundur Davíð spyr Bjarna einnig hvort hann telji ástæðu að ætla að meðalfermetrakostnaður „við fyrirhugaðar lagfæringar á núverandi húsnæði Landspítalans verði lægri, hærri eða sambærilegur og kostnaður við lagfæringar á ráðuneytinu?“

Og einnig:

„Verði meðalviðgerðarkostnaður vegna þess 57.000 fermetra húsnæðis Landspítalans við Hringbraut sem til stendur að nýta áfram jafnmikill á fermetra og kostnaður við lagfæringar á ráðuneytinu hver verður þá heildarkostnaðurinn á núvirði?

Í svarinu frá ráðuneytinu segir að ekki sé unnt að svara þessu áður en ráðist sé í fyrirhugaða greiningarvinnu. Hinsvegar er því svarað til að meðalkostnaður á fermetra á þeim hluta sem lagfærður hafi verið á húsnæði fjármálaráðuneytisins, sé 108 þúsund krónur vegna utanhússframkvæmda en 309 þúsund krónur á innanhússframkvæmdum, að núvirði. (Október 2018).

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af