fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Það eru ekki bankarnir sem eru mjólkurkýrin heldur almenningur

Egill Helgason
Föstudaginn 11. janúar 2019 19:28

Yfirdráttarlán heimilanna eru að aukast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðunni um sölu bankanna gætir ákveðinna þversagna. Eitt af því sem er talað um er að ríkið hafi svo góðan arð að bönkunum og þá segja menn – er rétt að slátra mjólkurkúnni?

En í sannleika sagt eru það ekki bankarnir sem eru mjólkurkýrin heldur almenningur í landinu. Frá honum eru þessir fjármunir komnir með okurvöxtum og ofurálögum og renna í kerfi sem er gríðarlega dýrt og óhagkvæmt, sérstaklega miðað við smæð samfélagsins.

Ólafur Hauksson skrifar um þetta í athugasemd við grein sem ég birti hér fyrr í vikunni:

Það er ákveðinn masókismi í afstöðu fólks til sölu ríkisbankanna. Flestir tala um að ekki skuli selja þá þar sem þeir skili miklum arði í ríkissjóð. Fæstir vilja sjá þá arðtöku í höndum einkaaðila. En þá gleymist að það erum við sjálf sem stöndum undir þessum arði. Við borgum bönkunum okurvexti og okurgjöld og þess vegna hagnast þeir svona. Þetta fer semsagt úr einum vasanum í annan.
Minna ber á alvöru umræðu um að leita leiða til að draga úr þessu okri þannig að við þurfum ekki að standa undir þessum mikla hagnaði. Þetta þarf ekki að vera snúið, málið er að tryggja raunverulega samkeppni fjármálastofnana. Hversu umfangsmikið og dýrt og arðbært fjármálakerfi þarf eiginlega til að sýsla með fjármuni 340 þúsund manna og fyrirtækja þeirra?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki