fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Sigurborg skýtur niður hugmyndir Ólafs: „Hann er ekki umferðarsérfræðingur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir Ólaf Guðmundsson ekki vera umferðarsérfræðing. Hringbrautin hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga eftir að lítil stúlka varð fyrir bíl. Ólafur sagði í gær að hann vilji undirgöng eða göngubrú yfir götuna frekar en lækkaðan umferðarhraða.

Eyjan fjallaði í gær um hugmyndir um göngubrú yfir Hringbrautina eftir að stúlka varð fyrir bíl. Ólafur Guðmundsson telur göngubrú eða undirgöng vera besta og öruggasta kostinn til að auka öryggi við Hringbraut og segir Reykjavíkurborg hafa skotið niður þær hugmyndir án þess að taka til þeirra afstöðu.

„Þetta hefur ekkert með hraðann að gera,“ sagði Ólafur í gær.

Sjá einnig: Ólafur skýtur niður umbótahugmyndir Lífar:„Þetta hefur ekkert með hraðann að gera“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er formaður Skipulags- og samgönguráðs. Hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún ræddi um Hringbrautina.

„Hann [Ólafur] er góður maður sem meinar vel og óhætt að segja að hann hafi mikinn áhuga á samgöngumálum. En hann er ekki umferðarsérfræðingur, enda er hann ekki menntaður sem slíkur. Þó svo ég hafi tekið námskeið í skyndihjálp þá titla ég mig ekki sem lækni,“ segir Sigurborg og segir það rangt að tillaga um göngubrú hafi ítrekað verið felld án þess að vera tekin til skoðunar. Möguleikinn hafi verið kannaður og hafnað í kjölfarið.

„Niðurstaðan var þú að það er ekki pláss fyrir slíkar lausnir við Hringbraut. Mannvirkin myndu ná langt inn í hverfið og það leysir ekki vandamálið við hinar sjö gönguþveranir við Hringbraut.“

Hún segir að líta þurfi á Hringbrautina frá hringtorginu við Suðurgötu að hringtorginu við Ánanaust, sem eina heild og lausnir þurfi að taka mið af því. Margar lausnir hafi verið teknar til skoðunnar og niðurstaðan væri sú að lækka hraðann.

„Það er fyrst og fremst hraðinn. Allar rannsóknir hafa sýnt okkur að í þéttbýlinu,  líkt og er við Hringbraut,  að  með því að minnka hraðann leiði það til færri slysa og minnki alvarleika slysanna. En minni hraði gerir líka margt annað frábært líkt og að auka fjölda gangandi og hjólandi og minnka hljóðmengun.“

Ólafur Guðmundsson sagði í gær að mengun myndi aukast væri hraðinn lækkaður. Því er Sigurborg ekki sammála.  Engar rannsóknir sem hún þekki til sýni fram á aukna mengun við lækkun á umferðarhraða, nema bara niðurstöður frá Ólafi sjálfum sem gerði mælingar akandi um borgina á eigin bifreið.

„Hann hefur engan skilning á því borgarumhverfi sem er við Hringbrautina eða hvaða úrbætur þarf.“

Sigurborg segir málið vel rannsakað og göngubrú væri engin töfralausn.  Hægt er að komast yfir Hringbrautina á átta stöðum og mönnum sé eðlilegt að velja sér stystu leiðina sem þeim býðst.  Ein göngubrú myndi ekki valda því að öll börn nýttu sér hana heldur færu þau áfram yfir á þeim stað sem væri næstur þeim. Sigurborg telur jafnframt að ökumenn færu að auka hraðann væri göngubrú yfir Hringbrautina.

„Við höfum fullt af fólki hér á þessu landi sem vinnur við þetta, hefur menntun í þessu og vinnur við þetta alla daga og þeirra niðurstaða er önnur en Ólafs,“ segir Sigurborg og gefur lítið fyrir álits Ólafs, enda sé hann ekki menntaður á meðan margir sem koma að þessum málum, eru það hins vegar. Ólafur sé vissulega mikill áhugamaður um þessi mál en hans meinta sérfræðiþekking sé engin þegar kæmi að umferð í þéttbýli.

Þó að göngubrú eða undirgöng séu mun öruggari úrræði fyrir börn en lækkun umferðarhraða þá sé það ekki raunhæfur möguleiki. Sigurborg segir að þó svo að vissulega vilji flestir tryggja öryggi barna þá verði að líta á málin í heild en láta ekki ráðast af tilfinningunum. „Ákvörðunin má ekki vera tekin á tilfinningalegum grunni heldur verður að vera tekin á faglegum grunni. Við verðum alltaf að taka upplýstar ákvarðanir sem eru byggðar á þeim gögnum sem við höfum í dag. “

„Við viljum leysa allar gönguþveranir. Við viljum leysa alla Hringbrautina.“

 

Hildur gefur lítið fyrir hugmyndir Ólafs:„Mér finnst það ekki í lagi“

Líf boðar róttækar umbætur: „Í mínum huga á að draga úr umferðarhraða á Hringbraut“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“