fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

„Hvað er svona slæmt við vegtolla?“ – FÍB svarar spurningunni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. janúar 2019 09:41

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra bifreiðareigenda, FÍB, fagnar áformum stjórnvalda um úrbætur á helstu þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu, líkt og ný samgönguáætlun kveður á um og afgreidd verður á Alþingi áður en mánuðurinn er úti.

Samtökin leggjast þó gegn áformuðum veggjöldum/vegtollum sem eiga að fjármagna helstu framkvæmdir næstu ára og nefna máli sínu til stuðnings tíu atriði sem rök gegn málinu:

  1. Vegtollar eru mjög dýr leið til að hafa tekjur af umferðinni. Tal um 5% kostnað miðað við tekjur stenst ekki skoðun. Raunsærra er að áætla 15% þar sem umferð er mikil og 60-80% þar sem umferð er lítil.
  2. Vegtollar eru mun kostnaðarsamari en aðrar innheimtuaðferðir stjórnvalda af bílum og umferð. Kostnaður við vegtolla felst m.a. í dýrum tækjabúnaði, hugbúnaði, tengingum, innheimtukostnaði, viðhaldi, endurnýjun og almennum rekstri. Í Hvalfjarðargöngum nam þessi kostnaður þriðjungi af tekjum. Virðisaukaskattur er jafnframt innheimtur af vegtollum.
  3. Skyndileg áform um vegtolla fela í sér lýðræðishalla. Enginn þeirra sem nú talar fyrir vegtollum kynnti þann ásetning sinn fyrir síðustu kosningar. Kjósendur fengu ekki tækifæri til að taka afstöðu til slíkra hugmynda.
  4. Vegtollar þýða aukna skattbyrði, þeir bætast við þær greiðslur sem umferðin skilar nú þegar. Engin áform hafa verið kynnt um að lækka aðra skattheimtu af bílum og umferð.
  5. Vegtollar mismuna vegfarendum eftir búsetu og ferðatilgangi og leggjast þyngst á þá sem hafa minna aflögu. Ávinningur af búsetu á ódýrari svæðum fer fyrir lítið.
  6. Það er lýðskrum að lofa þeim sem mest aka 90% afslætti af vegtollum. Greiðsla upp á 100-140 krónur stæði ekki undir innheimtukostnaði. Ef þeir sem mest nota vegina eiga að borga sama og ekkert þá skila vegtollarnir aldrei áformuðum tekjum. Fjarstæðukennt er að verðlauna þá sem mest aka og valda mestum umhverfisáhrifum.
  7. Vegtollar á þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu gera lítið til að létta áhyggjum stjórnvalda af minnkandi tekjum af eldsneytissköttum vegna fjölgunar rafbíla (orkuskiptin). Akstur á þessum leiðum er aðeins hluti af heildarumferð á landinu á hverjum degi.
  8. Fáheyrt er að innheimta sérstaka vegtolla vegna öryggisúrbóta og eðlilegrar uppbyggingar á grundvallar samgönguæðum þjóðfélagsins. Umferðin skilar nú þegar nægum tekjum til að standa undir þessum útgjöldum.
  9. Reynslan erlendis frá sýnir að ríkisvaldið selur einkafyrirtækjum réttinn til að eignast og reka fjölförnustu hluta samgöngukerfisins með vegtollum. Almennri umferð er breytt í arðbæra féþúfu.
  10. Víða erlendis eru vegtollar réttlættir á þeim forsendum að vegfarendur eiga val um aðrar leiðir, en seinfarnari. Ekkert slíkt er í boði þegar kemur að þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnigBenedikt segir rík­is­stjórn­ina ætla að „klúðra“ veggjalda­mál­inu með „klaufa­leg­um“ hætti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af