fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Rúmur helmingur hlynntur afsögn Ágústs Ólafs – Kjósendur Miðflokksins andvígastir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 11:08

Ágúst Ólafur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun Maskínu eru á bilinu 51-52% Íslendinga hlynntir afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem tók sér leyfi frá störfum eftir að hann viðurkenndi að hafa áreitt blaðamann Kjarnans kynferðislega.

Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs (66-67%) en kjósendur Miðflokksins andvígastir (45,8%) og næst-andvígastir afsögn eru Samfylkingarmenn með 26,5 prósent, en 48,3 prósent Samfylkingarmanna eru hlynntir afsögn Ágústs Ólafs.

Sjá einnig: Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“

Sjá einnig: Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Þá eru á milli 31% og 32% í meðallagi hlynnt/andvíg og um 17% andvíg. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember sl. í kjölfar umdeildra ummæla á opinberum stað. Þar voru 74-91% Íslendinga hlynnt því að þingmennirnir myndu segja af sér.

Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs (58,8%) og háskólamenntaðir andvígastir (19,3%).

Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60%. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans (25,5%).

Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 14.-28. desember 2018.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn