fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Margrét bálreið í ræðustól: Sjáðu myndbandið – „Algjörlega búin að fá nóg af þessu helvítis rugli“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 11:53

Margrét Sanders um það bil að slá hnefanum í borðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færðist nokkuð fjör í leikinn á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í fyrradag, þegar Margrét Ólöf A. Sanders, fulltrúi Sjálfstæðismanna, brást reið við bókun nöfnu sinnar, Margrétar Þórarinsdóttur, fulltrúa Miðflokksins, um skuldir vegna hafnarframkvæmda, sem hún sagði Miðflokkinn ekki bera ábyrgð á og harmaði vinnubrögð meirihlutans í málinu.

Víkurfréttir greindu fyrst frá og klipptu til myndband með ummælunum sem sjá má hér að neðan:

(Birt með góðfúslegu leyfi VF)

Miðflokkur ber ekki ábyrgð

Miðflokks-Margrét lét bóka eftirfarandi vegna lögsóknar Gildis lífeyrissjóðs á hendur Reykjanesbæ:

„Miðflokkurinn harmar lögsókn Gildis lífeyrissjóðs. Þetta mál varðandi höfnina er allt hið undarlegasta. Sú vinnuregla er til staðar að þegar á að fara í hafnarframkvæmdir í sveitarfélagi þá á að semja fyrst við ríkið varðandi fjármögnun. Meirihlutinn á þeim tíma fór með skófluna og byrjaði framkvæmdir og ætlaði svo að fá fjármagn frá ríkinu en það sést á því hverjir eru kröfuhafar. Því var marghafnað af ríkinu og því fór sem fór og íbúar Reykjanesbæjar sitja uppi með allar skuldirnar.  Miðflokkurinn harmar þessi vinnubrögð og íbúar bera ENGA ábyrgð á þessu fjármálasukki.“

Hvað er að ?

Þá brást Sjálfstæðis-Margrét reið við og sagði:

„Algjörlega er ég undrandi hvernig Miðflokkurinn byrjar nýtt ár. Hvað er að? Hvar er framtíðarsýnin? Hvar er það sem þið stefnið að til framtíðar? Þið byrjið á því með bókun hvernig einhver fortíð var og farið rangt með“.

Helvítis Miðflokkur

Nefndi hún að farið hefði verið yfir málaferlin í bæjarráði og hvatti nöfnu sína til að afla sér upplýsinga um það, Gildi lífeyrissjóður væri eini kröfuhafinn sem ekki væri að ganga að kröfum bæjarins:

„Svo komið þið og talið um einhverja fortíðardrauga og líka farið með rangt mál eins og það sé bara sukk og svínarí. Eru þá menn á snekkjum og búnir að stela frá bænum? Hvað eruð þið að tala um? Ég er algjörlega búin að fá nóg af þessu helvítis rugli í þessum Miðflokki,

sagði Sjálfstæðis-Margrét og sló hnefanum í borðið.

Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, sá sig knúinn til að biðja Margréti að gæta orða sinna í kjölfarið:

„Ég ætla að biðja bæjarfulltrúa að gæta orða sinna í pontu svo ég þurfi ekki að fara að beita hamrinum sem ég er nýbúinn að laga. Það hefur greinilega einhver beitt honum í fortíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af